Blanda - 01.01.1924, Síða 154
148
tima, livar til enginn sveitarstyrkur veittur var, held-
ur þvert á móti mér álögð fullþung sveitarbyrði í fram-
færi fátækra, einkum á síðustu árunum. Þetta framfór
til 1851, og hef eg á þessu tímabili mætt heldur harð-
stjórnarinnar en mannúðaráhritum af ýmsum Mýrasveit-
armönnum, einkum..........sagt er á siðustu árunum,
og munu eflaust.........sýndar og sannaðar, að enn
eru til í Mýra.........að átt og ekki fengið, í sama
máta hef eg .... slóðum beðið um leigt, eða sett
lóð undir hús fyrir mig í sömu sveit og ekki fengið
heldur; og á næstliðnu hausti lék fullkomið orð á, að
mér mundi verða fyrirboðin innkoma i nefnda sveit,
af hennar stjórnendum eða fleirum, þótt sjálfur i henni
lóð á að flytja.
Eptir nú umskrifuðum ástæðum, samt enn fleiri, ef
á er reynt, óska eg viðkomandi yfirvaldsdóms ura, hvort
eg eigi ekki fullkominn og vissan tiikallsrétt á Mýra-
hrepp, í hverri helzt stöðu sem eg — lögum og ráð-
vendni samkvæmt — vil og get lifi mínu og minna
borgið eða atvinnu veitt; sömuleiðis í Þingeyrarhrepp,
þó ekki hafi eg eins lengi þénað þar í búskap, þó eins
lengi og lengur þénað þar með........“
Það er að sjá, sem Guðmundur hafi ætlað sór að
setjast að á Sveinseyri, og verið búinn að kaupa þar
nokkur húsakynni, og flytja þangað skepnur sínar, þær
er hann átti, en nú stóð hann uppi einmana, því bú-
inn var hann að láta frá sér fara Ingibjörgu barns-
móður sína, eptir áskorun sýslumanns og sveitarmanna,
sem ekki vildu líða sambúð þeirra, vegna barneignar,
og gátu haft það fyrir átyllu, að sundra þeim, og það
þótt Guðmundur væri aldrei á þeim árum upp á aðra
kominn með neitt það, er hafa þurfti. Pyrir og um þessi
ár bjó á Sveinseyri Þóra Sigurðardóttir lögsagnara
Guðlaugssonar. Hún var ekkja Jóns skipstjóra, er síð-
ast bjó að Sveinseyri, Einarssonar dannebrogsmanns