Blanda - 01.01.1924, Side 155
149
á Kollafjarðarnesi Jónssonar. Jón skipstjóri skaut sig
til bana í Höfðaodda í Dýrafirði 28. október 1848, 50
ára gamall, og bjó ekkja bans ‘á Sveinseyri eptir hann
til þess er hér var kotnið. Til er enn bréfs uppkast
Guðmundar til sýslumanns, en af því ekkert ártal er
á bréfs uppkastinu, verður nú ekki séð, hvenær það er
ritað, en líklega þó sumarið 1851, þegar hann flutti
frá Næfranesi. Þar skrifar Guðmundur svo :
„Veleðla herra sýslumaður! Þær ofbágu kringum-
atæður mínar knj'ja mig ti) að láta línur þessar f'ara
á fund yðar, og eru þær opinberastar — að hinum öllurn
ótöldum — þessar, að þér munið, að þ. 14. maí síðastl.
var eg lögunum hlýðinn, sem bar, og áfýstur — sem
þér munið — að Ingibjörg barnsmóðir min færi frá
mér, þar eg þá ekki vissi hennar fúsan vilja til, að
eg skrifaði kongi til um hjónaband okkar, hvað og
skeði þ. 15. sama mán., og þér munið, að ofannefndan
dag 14. maí skrifuðuð þér bréf til frændkonu yðar,
í*óru Sigurðardóttur, að hún mætti þá strax taka sín
6 hundruð i Sveinseyri, ef hún vildi sjálf á þau flytja,
en eg skyldi ljá henni mittt stofuhús þar, uppi allt og
niðri að nokkru, bara eg hefði þjónustu frá hennar
hendi, en þvert á móti þessari meiningu yðar, sem
min og annara, ljær hún nefud huudruð utansveitar-
mönnum, og biður mig að selja sér nefnt stofuhús, um
hvert eg ekki vildi neita henni, sem bágstaddri, en gaf
henni frest til umþenkingar i mánuð, og á meðan gat
eg ekki neitt ráðstafað minu, en i 6 vikur bíð eg henn-
ar svars, en fer þá sjálfur og finn hana, og er hún þá
fráhuga að kaupa húsið. Hún var aumingi og ekkja,
hvar fyrir eg hafði ekki hjarta til að mæða hana með
ákærum yfir eitt og allt í þessu efni, en mátti — þar
sláttur var almennt byrjaður, og eg gat þar fyrir ekki
fengið menn til að rífa og færa húsið — láta það kyrt
standa. og í því það eg átti í reiðileysi. Af þessu flaut,