Blanda - 01.01.1924, Page 156
150
að skepnur mínar — sumar óafteknar og sumar með
marklausum lömbum — voru á fjall reknar, þar eg hafði
engan að hirða um þaér. Hór af flaut, að mig vantaði 5
fjár af haustheimtum, en ull og 3 lömb kom upp á 5
rd. 50 sk., sem eg af 16 sauðkindum hafði til ágóða;
varð að koma hverri kind niður í haust í hið minnsta
með 1 rd. 48 sk. Allt svo 16 kindur færa mér útgipt
24 rd. og hesturinn 14 rd., eru 38 rd. Hér að auki
gefa með barni mínu Sigurði Amelín 20 rd. og búinn
að láta með Jóhönnu Rósamundu dóttur minni 14 rd.
i allt 72 rd. og mun mig þá til hennar meðgjafar vanta
frá 8 til 10 rd. Hér á bætist, að eg hafi nú keypt 2
hundruð i jörðu, til að eiga frjálsan grundvöll undir
hús mitt, og þar mér sýnist ábúandi og seljandi þeirra
ekki geta misst þau, hef eg reynt að fá . . .“
Hér hefur Guðmundur skrifað framhald bréfsins á
annað laust blað, sem nú mun týnt, en i öllu þessu
basli mun hann hafa farið að selja skepnur sínur, og
það er hann fékk við sig losað, en sumt af dauðum
munum hefur hann látið aðra geyma fyrir sig, þvi 20.
maí 1854, er hann i Hvammi og skrifar þá, hvað hann
eigi geymt hjá Næfranesbændum, Kristjáni Jónssyni
og Sigurði Btarnasyni, og er það blað enn til.
Seint á sumri 1854 fór Guðmundur utan til Hol-
lands með Pótri don a Vesardingen skipherra, sem
var hér við land á fiskiveiðum. Þá komu Hollending-
ar- jafnan til Vestfjarða á þeim árum og höfðu þeir
allmikla verzlun við landsmenn liór; keyptu hér sokka
og vetlinga, en létu á móti færi og öngla, kaffi, klúta,
tóbak og margt fleira. Margir þessir hollenzku skip-
stjórar höfðu plástra og fleiri meðöl, og hjálpuðu mörg-
um, sem sjúkir voru, og reyndust opt hinir ágætustu
menn. Þessum mönnum kynntist Guðraundur, sem marg-
ir fleiri, og hafði við þá mikil viðskipti, og réðst til
utanfarar með þessum skipstjóra, og hefur hann reynzt