Blanda - 01.01.1924, Page 160
154
komið, í tveim húsum, á næstliðnnm vetri, i stað þeim,
sem eg var i, varð það á 11 mínútum í öðrum, en 9
í hinum staðnum með 23 og 25 þessum smáverkfær-
um slökkt, löngu áður en hin eíldu slökkvitól (Brand-
spröjter) komu.
6. er, að ef þjóðin kynni í framtiðinni vilja bafa
skipti við hina hollenzku þjóð, einkanlega, ef lögleg
kauphöndlan kæmist á fót milli hennar og vor, sem
mikinn hag auka mundi, ef landar vorir gætu sjálfir
siglt til Hollands (einkum Rotterdam), væri einslags
íiskverkun þar ábatavon, og heitir sá fiskur þar Stoch-
visch, og hafa Norðmenn ekki lítinn plóg þar við, samt
fleiri, sem geta hann öðlazt. I þessu öllu býðst eg til
að leiðbeina ykkur, mínir heiðruðu landsmenn, og von-
ast til að ykkar eðalsinni líti svo á þessa mina fyrir-
tekt, setn hún af forsjóninni sé leiðarvísir til einhvers
frama og hagsælda í enn óséðum kjörum vorutn, eða
okkar eptirkomendum, þó allt þetta sem anuað sé í
ófullkomlegleika af minni hálfu, en guð gerir ekkert
forgefins.
Að síðustu hlýt eg þess að geta, að efnale^’si mitt
og skuldir bægja mér írá að geta af sjálfs afli, eptir
þvilikan kostnað, kontið nokkrurn fyrirtækjum á fót,
án félags samtaka; hafa og margir þekkt það, en þó
enginn boðið mér hjálparhönd, til að styrkja mig í
að lúka skuld mina, utan þeir eðalsinnuðu höfðingjar,
sýslumaður herra E. Thorarensen, og höndlunarfulltrúi
herra P. Gudmundsen á Isafirði, og maddaraa G. Thor-
steinsson i Hjarðardal i Onundarfirði. En ef samtök
ýmsra héraðsflokka eða bæjarmenn á ísafirði vildu
heiðarlega forsorga mig, mundi eg leitast við að smíða
hugmyndir um, hvernig og með hvað hægustum kjöruin
og kostnaði að framan nefnt og fleiraframkværad öðlaðist,
og mundi eg þá ekki siður finna skyldu mina í að heiðra
og þjóna að heill og hagsæld slíkra félaga, heldur en