Blanda - 01.01.1924, Page 161
155
opinberlega að láta heiður þjóðar minnar í ljósi er-
lendis, sem áminnst ansvar mitt af 2. janúar þ. árs
sýnir. Æruskyldugast.
Hjarðardal i Önundarfirði, þ. 2. júlí 1855.
G. Guðmundsson.“
„Eg má ekki undanfella að geta þess við innbúa
vesturparts ísafjarðarsýslu, og fleiri, að einn eðalsinn-
isfullur elskari þjóðarinnar, landi vor og verzlegs em-
bættismaður, hefur gefið mér hugvekju um að takast
enn á hendur lækningar og neita engum án orsaka,
sem þess af mér leituðu o. s. frv. Ef að þjóðin vill
nú opinberlega skriflega óska þessa, og hreinskilnis-
og samheldnisfyllst styrkja byrjun mína þar til, heiti
eg guði og henni mínu einlægu liðsinni hér til, eptir
þvi sem guð gefur sína aðstoð þar til, hið fyrsta skeð
getur. Hefur þvi hver sveitarfiokkur út af fyrir sig,
undir eins og þetta auglýsist, tækifæri til að senda
mér sín opinber já- eða frákvæði hér um, hver þá síð-
ar frá mér, undir æðri umdæmi korna, ef þau þess
verðuga þýðing innibinda.
Til presta og hreppstjóra í Isafjarðarsýslu vestur-
parti.“
Sjálfsagt hafa mótstöðumenn Guðmundar gert allt
sitt til að þessar framfara hugsjónir hans yrðu að engu,
enda var það hægðarleikur, þar sem þá átti enginn
félagsskapur sér stað, engin framfaratilraun var vökn-
uð meðal þjóðarinnar, og sízt af öllu á Vestfjörðum,
en sjálfur gat Guðmundur engu til leiðar komið, vegna
féleysis og allra erfiðleika, slíkt var með öllu ómögu-
legt, en lækningar stundaði hann mjög um mörg ár
eptir þetta. Eptir það hann kom úr utanfor sinni hafði
hann heimilisfang í Hvammi i Dýrafirði um 3 ár hin
næstu, sem húsmaður. Jafnan átti hann ýmsa góða
vini meðal óvinanna, og þar á meðal ýmsa heldri og