Blanda - 01.01.1924, Page 162
156
valinkunDa ineDu. Einn þeirra var Oddur prófastur
Sveiusson á Rafnseyri, sem dó skyndilega 10. júlí
1859. Enn eru til bréf frá séra Oddi til Guðmundar
og eitt þeirra dags. 31. maí 1857 á Rafuseyri, og er
það alúðlegt þakklæti „fyrir 2 elskuleg bréf frá 22.
og 23. í. m. og þar ineð fylgjandi sendingu. Eg er
búinn að mæla við mig stígvélin, og passa þau mér
að öllu, nema hvað þau eru vel löng í skóinn, en
mér þykir nú minnkun að þvi að taka við þeim svona,
þar þú vilt enga borgun þiggja fyrir þau, en það verð-
ur þá svo að vera. Einasta ber mér að þakka þér
hjartanlega fyrir þessi óverðskulduðu vinahót þín við
mig með þessum miða; minna má það ekki vera. Eg
tek til þakka einhverntima í tíðinni að mega eiga von
á dálitlu af blanksvertu frá þér“. Svo skrifar hann
Guðmundi um heilsufar á heimili sinu, og fleira, og
kveður hann mjög alúðlega.
Þeir Audrós Hákonarson á Hóli í Onundarfirði og
Guðinundur voru aldavinir. Andrés var gáfumaður mik-
ill og skáld allgott. Til eru enn mörg bréf frú Andrési
til Guðmundar, og má af þeim margt sjá af vináttu
þeirra og viðskiptum ; þurfti Andrés opt að leita Guð-
mundar í sjúkdómi sínum og konu sinnar, og ekki
hefur Guðmundur legið á liði sínu, að reyna allt sem
hann gat til hjálpar Andrési í arfamáli, sem hann átti
i, þó því ináli yrði traðkað móti lögum og rétti af
viðkomandi yfirvöldum, og væri ritaður þáttur Andrés-
ar Hákonarsonar, þá mundi Guðmundar verða þar mjög
getið. Af bréfi Andrésar, dags. 8. marz 1858, sóst, að
þá hefur Guðmundur verið í Hvammi, og að þá hefur
Guðrún Bjarnadóttir verið vinnukona á Hóli hjá And-
rési, og hefur þá verið komið i orð. að hún færi til
Guðraundar. Liklega hefur Guðmundur farið frá Hvammi
vorið 1858, þvi 22. janúar 1859 skrifar séra Oddur
Sveinsson á Rafnseyri til hans að Söndum, og hefur