Blanda - 01.01.1924, Page 163
157
hann verið þar það ár í húsmennsku hjá séra Jódí
Sigurðssyni, sem þá var þar sitt síðasta prestskapar
ár, og fengið hjá hoDum leyfi að byggja skála sinn
undir Fögrutröð i SandalaDdi, og þangað hefur hann
flutt vorið 1859, með Guðrúnu Bjarnadóttur, sem þá
varð bústýra haDS. Hún var dóttir Bjarna Bjarnason-
ar á Felli i Mýrasóku og seinni konu hans Guðfinnu
Bjarnadóttur úr Arnarfirði. Guðrún var systir Helgu
Bjaruadóttur, er átti Jón Bjarnason i Lambadal, og
Ólafs skipstjóra Bjarnasonar, er bjó um eitt skeið á
Ketilseyri og átti Sveinborgu Einarsdóttur renDÍsmiðs
i Hvammi, Magnússonar. Guðrún þessi var af sum-
um kölluð Skerja GuuDa. Með henni átti Gnðmundur
8on, sem Oddmundur hét, fæddur í Skála 27. júli 1860,
þá var Guðrún 23 ára. Ekki var Guðrún lengi hjá
Guðmundi eptir það, en Oddmundur ólst upp með And-
rési Hákonarsyni á Hóli í Onundarfirði og konu hans
Kristínu Hákonardóttur. Var hann hjá þeim hjónum
alla stund frá því i októbermánuði 1861 og til þess
hann flutti frá þeim að ísafjarðardjúpi 1875, 15 ára
gamall.
Um þessi ár (1859 — 1865) var séra Jón Benedikts-
son pre8tur að Söndum. Svo er að sjá, sem hann hafi
verið Guðmundi vel í fyrstu, og Guðmundur hafi tek-
ið við hann vináttu, sem venja hans var við alla þá,
sera hann meinti sér einlæga, þvi sjálfur var hann
hreinskilinn og að öllu hrekklaus, þó hann verði rétt
sinn með fullri einurð og drengskap, meðan elli og
heilsubrestnr voru ekki búin að þjaka hann til fulls.
Til þess að sýna drengskap séra Jóns Benidiktssonar
við þenna margmædda og ellihruma mann einstæðing,
einn af sóknarbörnum sínum, og svo hugarfar Guð-
mundar til prestsins, er réttast að taka hér upp bréí
Guðmundar til séra Jóns, eins og það er orðrétt í frum-
riti Guðmundar: