Blanda - 01.01.1924, Page 164
158
„Velæruverðugi prestur minn!
Af ást og alúð þakka eg yður fyrir yðar góðgerð-
ir, sem þér létuð í ljósi og ætluðuð fremur að fram-
kvæma við barn mitt næstliðinn mánudag, hvað for-
sjónin umbuni yður betur en eg kann. Eg að sönnu
tek mér orð Höskul’dar Hvítanesgoða í munn: „Guð-
hjálpi mér, en fyrirgefi þér“, jafnvel þó um smærra sé
að þenkja fyrir mig en hann þá, en „það er fleira
dráp en dauði“, og hver veit af hverju dauðinn getur
orsakazt stundum.
Eyrra laugardag, þann 24. þ. m., lót eg yður í ljósi
— með fáum línum, undir eins og eg spurði yður um
embættisíerð yðar, að norðanverðu við fjörðinn — las-
leika minn, inn- og útvortis, ekki samt í þeirri mein-
ingu, að yður væri unnt að lækna hann, með öðru en
þér gerðuð, sem var elskuverð áminning í kristindóms-
ins sönnu virðingu, sem mér fanst svo inndælt og sam-
kvæmt þönkum mínum, og sem gaf mér nýjan móð
og löngun að heyra yður á Núpi, talandi í heilum
söfnuði, og taldi ekki á mig erfitt líkamsómak til að
geta öðlazt það, en þennan dag, þann 24. f. m., (laugardag
í 23. viku sumars) hafið þér þó haft mig fyrir brjóstinu
á þann hátt, sem mótsett var að kenna í brjósti um
mig. Það mun mörgum í augum — eí ekki í ræðum
— uppi vera, af bréfi — já, útbyggingarbréfi yðar —
mér af stefnuvottum sýndu þ. 29. f. m. (á Mikaels-
messu) og sem með sór ber þó enga sakargipt, utan
tilletrun einnar i endanum á bréfinu, meiningar digr-
ar, en miður sannaðrar. Ó! þetta sama kveld og dag-
inn eptir, tók eg yður i mitt vesæla forsvar fyrir ver-
aldardómi, yfir verkura yðar við aðra, og það bar mér
að gera, og það á og skal vera min ánægja öllum að
gera. Já! Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður, það sem
þér ætlið mér þau vondu verk, sem ekki með mór
hvila, sem eg þó játa enga mína dyggð, en varðveizlu