Blanda - 01.01.1924, Síða 167
161
Eptir það Guðrún Bjarnadóttir flutti frá Guðmundi
varð bústýra hans Jóhanna Gísladóttir prests í Sauð-
lauksdal Ólafssonar. 1864 er hún bústýra Guðmundar,
31 árs, „greind og gáfuð vel“, en þá er Guðmundur í
húsvitjunarbók Sandaprestakalls talinn 57 ára „greind-
ur læknir og prýðilega að sér“. Jóhanna var síð-
ast hjá Guðmundi 1866, og þá með Sumarlínu Bjarna-
dóttur, laundóttur sína, 9 ára. Jóhanna var síðar hús-
kona á Þingeyri. 1867 og fram á árið 1868 var Guð-
mundur einn i skála síuum, en eptir það lagðist skál-
inn i eyði.
Tveimur árum eptir það séra Jón Benediktsson
fiutti frá Söndum, flutti þangað Jens bóndi Guðmunds-
son 1867, og var þar til 1874, alkunnur maður vestra
á sinn hátt. Hann bjó áður á Gemlufalli i Mýrahrepp,
og höfðu þeir Guðmundur áður verið sveitungar, með-
an báðir þeir voru i Mýrahrepp. í>að var á fyrsta
vori, sem Jens var á Söndum, að hann gerði sér ferð
niður i skála til Guðmundar á sunnudagsraorgni fyrir
lestur, til þess að banna honum að hafa þar 2 eða 3
*r, sem hann átti og var að halda þar hjá sér til að
fiafa rajólkurdropa út á vatnsgrautinn, en það gat Jens
ekki vitað, að hann kroppaði þar strá fyrir ærnar í
móunum kringum koíann, sem hann þá var búinn að
rækta svo, að ljáberandi átti að heita, en aldrei hefur
verið borinn ljár á, hvorki áður né síðan, en í þeirri
sömu ferð gat Jens þó þegið kafíi hjá Guðmundi og
út í það brennivín, sem Jóhanna Gísladóttir færði Guð-
mundi til glaðnings. Þennan sama morgun, en með
kaffibollanum, fékk Jens hæðileg orð hjá Jóhönnu, sem
þá var þar stödd, fyrir erindi sitt á undan lestri þann
daS, en maðurinn var aldrei þekktur að þeim vits-
munum, að hann kynni að sjá þá vanvirðu sina, þó
auðugur væri, og all hirðusamur um muni sina.
Þegar Guðmundur réðist í að byggja sér tómthús-
Blanda III. 11