Blanda - 01.01.1924, Síða 168
162
býlið undir Fögrubrekku, þá voru efni bans mjög geng-
in til þurðar, en í Þingeyrarhrepp vildi hann heldur
vera en í Mýrahrepp, og vita þeir, sem kunnugir eru
frá þeim tímum, að í þeim hreppum var ólikt sveitar-
fólag, og allt annar andi í Þingeyrarhreppi en að norð-
anverðu fjarðarins. Og þó sá mentunarmenning væri
þá enn ekki vöknuð í Þingeyrarhrepp, sem síðar varð
þar meðal ungra manna, þá voru þar margir sóma-
og ærumeun, sem jafnan vönduðu ráð sitt og hvarvetna
létu gott af sór leiða, enda sumir þeirra tryggfastir
vinir i þraut. Má þar til nefna þá Haukadalsbændur
Ólaf Jónsson smið og gáfumann, fóður Jóhannesar
hrepp3tjóra á Þingeyri og þeirra systkina, Jón Ólafs-
son, föður Ólafs Guðbjarts, sem nú er í Haukadal, og
Eggert Magnússon, föður Guðmundar, sem þar bjó
lengi síðan og dó 1923, Guðmuud Guðbrandsson í
Hólum og Jóhannes bróður hans á Kirkjubóli, sem báð-
ir voru ráðsvinnir tryggðavinir vina sinna, BenóniDaða-
son pre3ts frá Söndum, bónda í Meðaldal, Jón Hákon-
arson prófasts irá Eyri í Skutulsfirði, bónda á Sveins-
eyri, Kristján Jónsson Sumarliðasonar, bónda i Lægsta
Hvarnmi, trúr og vandaður merkismaður, Jón Sveins-
son í Hæsta Hvamrui, og enn voru i þeirri sveit fleiri
mætir menn, þó hór séu ekki nefudir, og þótt þeir
hefðu ekki notið þeirrar skólamenntunar, sem menn hafa
á seinni tíð talið sér svo mjög til gildis, þá voru
þessir gömlu menn i engu eptirbátar afkomenda sinna
að dáð og drengskap, trygglyndi og staðfestu, að hin-
um yngri ólöstuðura. Nú var heilsa Guðmundar þrot-
in til vinnu og aðdrættir engir, en þótt hann gegndi
lækningum, þegar þess var leitað úr ýmsum stöðum,
þá mun það stundum hafa verið litlu launað, en nú
var hann orðinn til einskis fær, og 1864 slasaðist hann
á ferð i fæti, og náði sér aldrei síðan. 1861 er Guð-
mundi „norðlenzka i Skála“ lánaður 1 ríkisdalur af