Blanda - 01.01.1924, Síða 169
163
sjóði Mýrahreppsd fyrir lækningar þar í sveit, og 1866
fær hann af Mýrahreppssjóði 3 vættir, sem var hrekkja-
bragð Mýrhreppinga, að ráðum séra Ólafs „stúdents“
Ólafssonar, sem þá var prestur í Dýrafjarðarþingum,
meðan Guðmundur var að vinna sér sveitfestu í J?ing-
eyrarhreppi.
Sigurður Amelín, sonur Guðmundar, var á vegum
föður síns til þess 1860, að hann fór frá Hvammi, til
móður sinnar og stjúpa Jóns Guðmundssonar, að
Kirkjubóli í Valþjófsdal, en ekki líkaði Guðmundi sú
vist fyrir son sinn; fór hann því norður i Valþjófsdal
öndverðlega í mai 1863, og sótti Sigurð; hafði Ingi-
björg, móðir Sigurðar, sleppt honum viljug. Póru þeir
feðgar þá til Haukadals, og gisti Guðmundur hjá Egg-
ert bónda Magnússyni í Höll, en Sigurður hjá Jóni
Ólafssyni, sem þá var hreppstjóri í Þingeyrarhreppi.
Degi siðar kom Jón Guðmundsson frá Kirkjubóli til
Haukadals, og fékk þangað með sór merkisbóndann
Benóni Daðason frá Meðaldal, til vitnis um viðtal
þeirra Guðmundar, og hefur Benóní gefið skriflegt
vottorð — sem er til — um samræður þeirra. Vildi þá
Jón Guðmundsson, að Jón Ólafsson afhenti sér piltinn
Sigurð, og fatarýjur hans, áður en hann fann Guð
mund að máli, en þvi neituðu þeir Jón Ólafsson og
Benóní, og varð þá svo að vera. Segir Benóní svo
frá viðtali þeirra, að öll orð Guðmundar hafi verið stíl-
uð með nákvæmum sannleik, grundan og stillingu, þá
flest orð Jóns Guðmundssonar voru þessu mótsett. Að
lyktum spyr Guðmundur Jón að, hvort hann hafi sára
þörf fyrir piltinn yfir næstkomandi ár, til smalamennsku,
og svarar Jón : Já. Guðmundur spyr enn, hvort hanu
vilji þá sleppa piltinum eins ljúfmannlega að ári liðnii,
eins og hann bæti nú úr nauðsyn hans, með þvi að
lána honum piltinn árlangt. Játaði Jón þvi, og varð
það að handsölum milli þeirra, að viðstöddum vottum.
11*