Blanda - 01.01.1924, Page 171
165
enn til, sem hann hefnr geymt og varðveitt furðu vel,
allt til æfiloka, þrátt fyrir hrakninga aina á síðustu
árum. Mætti margt á þeim bréfum græða, bæði við-
komandi sögu hans og ýmsu iieiru, meira en hér hef-
ur verið gert, ef þau væru afrituð og gefin út, en víða
nú orðin ill afiestrar vegna skemmda, og þó hér hafi
verið hagnýtt allmargt af þvi, sem mun vera Jakast
við að eiga, þá er mikið enn eptir að tæmt sé, þó
verðugt væri að segja enn meira frá þessum gáfaða
manni.
Árið 1870 var Guðmundur á Kirkjubóli, næsta bæ
við Hóla, en 1871—1874 er hann i Svalvogum bjá
Gísla bónda Jónssyni og Harínu Oddsdóttur, valin-
kunnum hjónum, og er hann þá kominn á sveitarfram-
færi í Þingeyrarhrepp. Haustið 1875 fer hann til Jóns
Jónssonar á Bakka i Brekkudal, en 1876 fer hann til
Jóns bónda Hákonarsonar á Sveinseyri; þar var hann
2 ár. 1878 fór hann til Bjarna bónda Bjarnasonar að
Skálará i Keldudal, og Margrétar Björnsdóttur, sein
voru alkunn sæmdarhjón; hjá þeim var hann um 7 ár,
en haustið 1885 fluttist hann að Hólum, og þar dó
hann litlu siðar 12. október 1885, og hefur hann þá
verið 86 ára að aldri, fjórum vikum fátt í (78 ára í
kirkjubókinni, sem er fjarstæða). Sjálfur taldi hann sig
á síðustu árum eldri en hann var, og hefur því lík-
lega valdið misminni, meir en viljandi missögli. Það
er ekki hægt að sjá af uppköstum hans, hvert ár hann
kvað þetta:
Áttatíu nú ár og fimm
eg ber nú sorga, flestöll dimm.
Síðari hluta æfi á,
örkumlum hlaðinn, neyð og þrá.
Sjötta árstimann taka fer,
tíunda það er nóvember.
Hann hefur kveðið ýmislegt andlegs efnis, því trú-