Blanda - 01.01.1924, Page 174
168
eptir traðargarðinum, en þar við var kálgarður, sem
þeir höfðu veitt inn vatni miklu. Þegar þeir leiddu
hann eptir garðinum, þar sem íýpst var, steyptu þeir
honum i vetfangi niður, svo að (hann) fór allur í kaí, en
einn kastaði hattinum á vatnið. Þégar E. nú reisti sig
við, þá stóð hann i mitti. Þá stóðu hinir allir i röð og
sungu niðljóð á latínu, létu tauminn upp á hestinn og
siguðu honum á veginu. Loksins varð hann að biðja
þá alla fyrirgefningar, og svo labbaði hann af stað,
eptir hesti sínum. Lengi hafði faðir hans óskað af bisk-
upi, að hann yrði prestvígðnr og loksins fékk hann
það svar: Hempuna skal hann fá, en hrekkvís verður
hann alltíð.
Á þeim tima gekk harðæri yfir Norðurland, svo
bjargþrota menn íóru þá viða yfir. Þegar einhver
þeirra heimsótti þennann klerk, sem var jarðeigandi
búþegn, þá sagði haun til þeirra: Áttu hér nokkurt
kvíildi á leigustöðum? Farðu fram til Nirfils í Koti1).
Riki mann í Hvammi2), Heimski Bjarni í Tungu3 4),
Rellu Láfi á Haukagili1), Digri Gvendur í Saurbæ,
Hálfdan Kolapoki5 6) og maðurinn með stóra sarpinn9).
Þessir geta bringt í ykkur ölmusu, farið þið til þeirra.
Eitt sinn um vetur, þá hann kom úr kirkju, gekk
hann inn í eldahús til að færa upp kjötsoðning í trog,
og gekk með það burt, en þá settust þrir framandi
hungraðir aumingjar að pottinum að sötra soðið. Þá
kom klerkur aptur með fullt næturgagn og steypti i
1) Jón Oddsson, föðurbróðir séra Gunnlaugs dómkirkju-
prests.
2) Jón Pálsson í Hvammi.
3) Bjarni Steindórsson í Þúrormstungu, fnðir Jóns stjömu-
frœðings.
4) Ólafur Jónsson á Haukagili.
5) Liklega Hálfdan Egilsson á Gilsstöðum.
6) Óvist hver er.