Blanda - 01.01.1924, Page 175
169
pottinn með þessum orðum: Gerið ykkur nú gott af
þessu eptir sem bezt þið getið!!!
Nokkru seinna var það, síðla sumars, að fólk var
komið til messu, og þá meðhjálpari var búinn að breiða
á altari var ei klerkur kominn í kirkju, en meðhj(álp-
arinn) Ólafur á Haukag(ili) vitjaði þá um hann og var
þá klerkur í húsi sínu. Ól. kallar á hann. Klerkur segir:
Parðú, eg skal koma! Ólaíur fer út aptur og bíður
enn, kemur inn aptur og er þá klerkur inni i búri. Ól. kall-
ar enn, og fær sama svar. Nú gengur hann út að sam-
hringja, kemur inn og sér þá, að klerkur er inni i elda-
húsi að vanda um ýmislegt þar. Ól. kallar og fær
sama svar. Nú gengur Ól. út og kallar allt fólk með
sér burt. Þegar klerkur kemur út, gengur hann út á hól-
inn og hrækir eptir honum svo segjandi: Svei þér og
farðu! Þvi næst gaf Ól. þetta ásamt fleiru tilkynna
prófastiuum. Préttist þá, að hann ætlaði að koma fram
i dalinn með nokkra presta. Þá segir tlerkur: Eg
hræðist ei, þó hann komi hann Digri Jútur á Höskulds-
stöðum'), og þó verði með honum Snerill í Bólstaðar-
hlíð1 2), Soltinn Langur i Blöndud(als)hólum3), Bakka
Krummi4), Eintrjáningur á Auðkúlu5), Steinnes Gráni6),
Þyrilfaxi á Undirfelli7 8) og Pjakkur3) með honum.
1) Jónas prófasturBenediktssonáHöskiildsstöðum(Ýt819).
2) Björn prestur Jónsson í Bólstnðarhlíð (•(• 1825).
3) Auðunn prestur Jónsson (■)• 1807).
4) Rafn pr. Jónsson á Hjaltabakka (j* 1807).
5) Asmundur pr. Pálsson á Auðkúlu (ý 1803).
6) Líklega séra Sœmundur Oddsson i Steinnesi, síðar á
Tjörn (ý 1823).
7) Guðmundur pr. Guðmundsson á Undirfelli (f 1794).
8) Óvíst liver er, því að séra Páll Bjarnason á Undir-
felli, er hann kallaði „Pjnkk“ var ekki orðinn prestur 1785,
þá er uppnefni þessi virðast lmfa verið gefin prestum þeim,
er rannsaka áttu mál séra Einars.