Blanda - 01.01.1924, Page 176
170
Þvi næst kom prófastur og var þá stefnt öllum
sóknarbúendum. Stóð sú rannsókn i viku. Á þeim tíma
messaði prófastur sjálfur, en að endaðri messu talaði
prófastur i allra áheyrn til kl(erks) þannig: Þér verð-
ið nú Mr. Einar að standa allan kostnað, sem þessir
menn, sem með mór eru, við þurfa, þar til allt er geng-
ið fyrir sig, sem gera skal. Þegar prófastur talaði þetta
þá reiddist klerkur, gripur múkhempu sína á kórbit-
anum og segir: Nú skal það heita monsjeur, hleypur
fram á mitt kirkjugólfið, vefur hempu sina upp í gönd-
ul og kastar inn á kórgólfið fyrir fætur prófastsins og
segir: Ykkur er bezt að taka við henni Brunku, og
svei henni! Svo gekk hann burt með miklum reiðisvip.
Þannig endaði hans litið loflega embættistíð, sem
þó hafði viðvarað í 27 ár, því hann var aðstoðar-
prestur föður sins i 18 ár og virkilegur í 9 ár og þeir
forfeður hans verið þar hver fram af öðrum i 150 ár.
Hann hafði snemma fengið til konu prestsdóttur af
Vesturlandi1), sem út(valin?) var til hans af kænum
nágrönnum og var hún hjá honum 3 ár; þar eptir var
hún húskona hjá meðhj(álpara) Ól(afi) á Haukagili
mörg ár og dó þar. Þegar klerkur E. gekk frá Jeiði
hennar, segir hann í auðmýkt: Lof sé guði vor lausn
er gerð, gengur fáein spor, hlær hátt og segir: jLétt
er þeim, sem lausum flakkar! Siðan bjó hann alljafnt
með systur sinni Kristinu, og siðast þá tekið var próf
um hann, Jýsti þerna hans, er hann nefndi „Imba
Strimpa11 hann föður að þunga, er hún gekk með. Þar
eptir giptist hann henni og kvað þarum:
Lengi hefur lúðurinn góma,
látið fyrir eyrum hljóma,
að hún vildi eignast prest,
1) Hún hét Þóra og var dóttir séra Jóns Sigurðssonar á
Kviabekk, systir Þorkels Fjeldsteds stiptamtmanns.