Blanda - 01.01.1924, Page 177
171
aldrei komst hún að þeim sóma,
af því missti meydóms blóma,
i tómri tunnu bylur bezt.
Þau bjuggu saman með úlfbúð í mörg úr og eign-
uðust son, er hann nefndi Ólaf drellir. Á efri árum
var hann meðal vina sinna á sumrum, en eitt sinn var
kann til vetursetu hjá frænda sinum stúd. Arnb. á
Akri1). Um vorið var hann aðspurður, hvernig honum
þar íallið hefði, hann s(varaði): Þar er aðgerðalaust
meinleysi, ánægjanlegur friður og yfirgnæfanlegt hungur.
Vorið 1810 kom hann að Hvammi i Vatnsd(al) og
biður um gisting, og kvaðst vera kominn þangað til
að deyja þar. Sýktist sömu nótt, lá fram í stofu; á
þeim tima kom þar Páll pr(estur) á Undirf(elli), og er
húsm(óðirin) S(igriður) bauð E., að prestur kæmi inn til
hans, þá segir hann : Hvað mundi hann segja, sem eg
veit ekki, eg veit allt hvað hann s(egir) og muni segja,
þvi mundi eg ei vita það, sem var prestur i 27 ár og
góður pr(estur) þó. Vit þú fyrir vist, að eg er ekki
enn skammlífur. Sá hávísi sr. H.2 3) sagði eg yrði vel
áttræður. l>að er nú ár þangað til. Að kl(ukku)tima
liðnum var komið i stofuna og var hann þá örendur5).
Á einum blíðum sumardegi, þegar biskupinn á skoð-
unarferð sinni heimsótti þennan prest og þá biskup
hafði aflokið erindum og gekk úr stofu og ætlaði að
riða á burt með sveinum sinum, þegar kveðjur voru af
loknar, þá hóf prestur upp að syngja biskupinn úr
hlaði eptir fþvi sem] þá var siður til. Prestur var mik-
ill raddmaður og með básúnu rómi byrjaði fhannj og
söng vel áfram
lagið: Enn skal enni hlúna.
Hér kom einn með hettu,
1) þ.e. Arnbjöm Arnason.síðastúStóraósiíMiðfirði (Ý1835).
2) þ. e. séra Halldór Hallsson á Breiðabólsstað (ý 1770).
3) Hann andaðist 10. apríl 1810.