Blanda - 01.01.1924, Page 178
172
höldar til sem fréttu,
rétt af ráði sléttu,
róla hingað náði,
þýða veizlu þáði.
Graut og spað, spað, spað, gr. og sp., sp., sp.
graut og spað, eg greini það
gráðugt jeta náði.
Þegar hann gekk heim hlaðið aptur segir hann:
Þetta er fullgott í hann. Þetta skal hann hafa.
Niðurlag á stólrœðu.
Hvar mundi það lenda á sínum tima, sá lifnaðar-
máti, sem nd yfirgengur í þessari sýslu, svo sem hórurí,
lauslæti, agg, reiði, flokkadráttur, öfund, bakmælgi,
lygi, þjófnaður, drykkjuskapur og annað þvi um líkt?
Hvar mundi það lenda segi eg, þegar hann sá voldugi
myrkranna konungur kemur til að endurgjalda einum
og sérhverjum þann eða þann glæp, sem hver hefur með
þeim eða þeim likamans lim framið, að endurgjalda
segi eg með því hárbeittasta pinslarfæri, sem hann sá
voldugi myrkranna konungur getur verst upp fundið í
því dikinu, sem vellur af eldi og brennisteini, og hvar
munuð þér þá standa, rauðir af blyggðun ykkar andlit-
is og skömminni íklæddir? Amen.
[Eptir bandriti norðan úr landi, að eg liygg með liendi
séra Friðrjks Thorarensen á Breiðabólsstað í Vesturbópi (ý
1817).
4. febrúar 1925.
Jón Jacobson.]