Blanda - 01.01.1924, Page 180
174
auk þess, sem hann nam hér á landi. Hann þótti ei
nógu höfðinglyndur, eptir auð hans og embætti; það
sýndi líka bær hans, og önnur húsakynni, sem heldur
voru fátækleg en ríkmannleg. Gestgjafi var hann ein-
hver sá mesti við ríka menn og snauða, og var það
merkilegt, því hann var annars féspar. Hann var sein-
látur, en drjúgur i úrskurðum og andsvörum, og vildi
engan mann veiða né fella. Ekki var hrósað mjög reglu-
semi á heimili hans. Auðmaður var hann samt, bæði
af örfum og gróðafé; var þó mælt, að gersamlega
hefði hans mikli föðurarfur eyðst erlendis. Hann varð
tvigiptur; fyr ektaði hann Kristinu, dóttur nafnfrægs
prests, Gísla Einarssonar í Selárdal, bróður ÍsleiÍ3
assessors og siðar etazráðs og justitiariusar í yfirrétt-
inum. Kona Gísla prests var Ragnheiður eldri Boga-
dóttir úr Hrappsey Benediktssouar. Með þeirri Krist-
ínu átti Guðbrandur þessi börn: Sigríði, Valgerði,
Ragnheiði, Kristínu og Hannes; hann dó á barnsaldri
og féll Guðbrandi sonarmissirinn allþungt; hann hét
eptir fræ.nda sínum, Hannesi biskupi. Síðan missti
Guðbraudur konu sína; eptir það ektaði hann systur
hennar, Kristínu yngri; þeirra dætur voru Kristín og
Jóhanna. Eptir 'það missti hann seinni konu sína;
giptist hann þá ekki -að nýju, en bjó sem bóndi á
kóngsjörðinni Feitsdal') raeð dóttur sinni Valgerði, sem
talin var fremst af systrum sinum. Lítið var gert af
menntun þeirra systra. Nú hefur hann gipt 2 af þeim
ólærðum bændamöunum.
Ætíð hefur hann verið hraustur og heilsugóður. Var
það m. fl. talið til merkis um krapta hans, að eitthvert
sinn, þá hann var f Kaupmannahöfn, ásamt Bjarna I>or-
steinssyni — sem þá var við nám þar á sörnu tíð, en
varð síðar amtmaður Vestfirðinga — að þá var boðið
1) Leiðr. fyrir: Feigsdal i bdr.