Blanda - 01.01.1924, Page 181
175
til fáséðs leiks eða sjónfarjspils1). Vildu þá margir
ísleuzkir stúdentar fá seðla til þess (sem siður er til).
Þar með voru þeir Bjarni og Guðbrandur, en er þeir
komu að því húsi, þar seðlunum var útskipt fyrir pen-
inga, var þar svo fullt fyrir af mönnum, að ei mundi
skorta á 900 manns, er allir heimtu seðla út um
gluggana. Stóð mannfjöldinn svo þétt, að enginn ko3t-
ur var að komast að gluggunum. Sagði Bjarni þá, að
aptur yrðu þeir að hverfa, þar þeir hefðu ei komið
fyrri. Guðbrandur mælti: „Reyna má þetta, hér“. Var
það jafnan orðtak hans þetta „hér“; tók hann við pen-
ingunum, gekk að horui hússins, og þrengdi sér apt-
ur á bak fram með húsinu, en er hinir sáu atferli
bans, stóðu þeir því fastar fyrir. Hann fékk þrengzt
fram að næsta glugga, ura 8 faðma, og þó freistað
væri að hrinda honum frá, stóð hann við gluggann
sem jarðfast bjarg, unz hann hafði keypt 12 seðla. Og
þetta hreystiverk varð hljóðbært ura allan staðinn. En
svo nærri sér hafði hann tekið, að hann treystist ekki
að horfa á leikinn, en lá rúmfastur 14 daga eptir.
Fyrst er Guðbrandur kom til sýslunnar, dvaldi hann
2 eða 3 misseri á Vatneyri. f>á bjó þar Bjarni faktor
(höndlunarfulltrúi); hjá honura dvaldi Guðbrandur um
hríð. Bjarui sá var kallaður mjög skapbráður. Eitt
sinni áttust þeir Guðbrandur glímu við þar inni í stofu,
en að lyktum tróð Guðbrandur Bjarna upp undir rúm,
sem þar var.
Oriðja hreystiverk hans var talið, að hann smokk-
aði tám á báðum fótum í handföngin á tveimur vættar-
lóðum, og gekk svo á þeim sem tréskóm þar milli
kaupstaðarhúsanna. JÞótti það hraustlega leikið.
En hið fjórða var það talið, að fjós hans í Eeitsdal
féll ofan á kýruar, svo ein þeirra marðist til bana.
') þ. e. sjónleiks.