Blanda - 01.01.1924, Side 182
176
Fjós það var'byggt með einum mæniás og fáum spýt-
um öðrum, en helluárepti á öllu fjósinu, eins og þar í
plássi er alltítt að byggja hús. Nú var sýslumanni
sagt þetta óhapp; en með honum var þá sá maður,
sem Einar hét, kallaður „aptanlangur11, og var hann
sterkur vel. Sýslumaður kallar hann með sér út í
fjós, og er þeir sjá kúna útflatta undir helluþakinu,
sem mús undir fjalaketti, mælti hann: „Mikið að sjá
þetta, hér“. Kallar hann þá Einar inn í fjósið og mælti:
„ Voði á ferðum, hór; freistaðu Einar! að leysa út kýrnar,
en eg held uppi ásnum á meðan". Tók hann þá undir ás-
endann, og lypti honum með öllum þunga á öxl sér.
Við það fékk Einar borgið kúnum; en er Guðbrandur
sleppti ásendanum, mælti hann: „Allþungt þetta, hér“ ;
hafði þá öxl hans mjög marizt undan ásnum. Þetta
var álitið varla mennsks manns verk á 19. öld.
Fimmta hreystiverk hans var það : I dánarbúi agents
G(uðmundar) Schevings í Flatey var bókakista ein
afarmikil; hún var upp á efra lopti hússins. Sýslu-
maður og virðingarmenn voru í stofu; en er að því
kom, að bækur þær skyldi virða og uppskrifa, þótti
ærið seinlegt að tína allan þann fjölda niður af tveimur
loptum niður i stofuna, en þeir vildu helzt vera við
ofnhitann i stofunni, því kalt var veður. Sýslumaður
mælti: „Bezt að koma kistunni ofan, hér". Þeir kváðu
hana óhrærandi, en hann sagðist ekki trúa því „hér“.
Þeir fóru þá upp til kistunnar, en sýslumaður fór upp
á hið neðra loptið; klæddist hann þá af frakka sínurn,
en þeir þrír eða fjórir fengu nauðuglega mjakað henni
eptir loptinu allt að gatinu. Þá mælti hann: „Takið
nú undir annan endann, og látið hana renna ofan stig-
ann, eg tek á móti henni“. Þeir gerðu svo, en er hún
kom ofau i stigann setti hann höfuð sitt undir gafl
henuar, en studdi hana með höndunum, og tók hana
þannig niður á loptið og mælti: „Allmikil kista, hér“;