Blanda - 01.01.1924, Síða 183
177
og með sama móti komst hún ofan af því neðra lopti,
en er hún var komin niður á forstofugólfið, mælti hann :
„Setjið hana nú inn í stofuna, hér“. Gengu þá 4 til
og fengu ei tekið hana upp yfir stofuþrepskjöldinn.
Það var einn vetur, að Einar „aptanlangur" skyldi
vera fjársmali í Eeitsdal. En einn dag gekk sýslu-
maður til fjárhúsa að líta eptir þrifnaði Einars; meintu
menn, honum mundi ei hafa likað allt sem bezt, og
mundu þeir Einar hafa orðið saupsáttir. Og af því
menn þekktu Einar allskapillan og karlmenni mikið,
ætluðu þeir, að eitthvað rauni hafa gerzt sögulegt
þeirra milli, ef einhver hefði verið til að segja söguna,
en hvorugur þeirra glósaði þar frá þvi. En ei kom
sýslumaður heim frá fjárhúsunum fyr en síðla dags,
og var hann þá dæstur mjög, og haft var eptir hon-
um, að hann segði eitt sinni: „Fullsterkur Einar, hér,
svaðamenni ogsvo, hór“.
Jón hét maður Jónsson Kárasonar, kallaður rúgkút-
ur, hið mesta illmenni, ættaður frá Botni í Mjóafirði
vestra, en fluttist þaðan að Skálmardal í Barðastrand-
arsýslu. Yar almælt, að hann hefði myrt þar hroða-
lega með pálstungum Einar nokkurn Gíslason, hálf-
bróður Guðmundar Jónssonar á Selskerjum. Þingaði
Guðbraudur sýslumaður um mál þetta (1834) og dæmdi
Jón til 10 ára þrælkunar á Brimarhólmi, en Guðmund
i sektir fyrir meðvitund. En i landsyfirrétti var refs-
ingu Jóns rúgkúts breytt í stærstu hýðingu, þrenn
27 vandarhögg, en það var haft eptir Isleifi Einars-
syni, sem það ár varð háyfirdómari, að mein væri að
slíkt illmenni sem Jóu yrði ei harðara dæmdur, og
likt var haft eptir Bjarna amtmanni. Þá er sýslumað-
ur lét leggja hýðinguna á Jón eptir dómnum, lét hanu
binda hann ofan á staur, en koddi látinn á hann. Yar
þá Guðmundur á Selskerjum látinn hýða hann i fyrstu,
en svo sýndist þeim, er nærstaddir voru, sem hann
Blanda III. 12