Blanda - 01.01.1924, Page 184
178
hlífði Jóni við þungum höggum. Tók þá Einar hrepp-
stjóri á Deildará við sópnum, en er skorti 5 högg ept-
ir dómnum, klæddi Guðbr. sýslum. sig af frakkanum,
tók sópinn og mælti: „Teljið þið nú, hér!“ Hýddi
hann svo þau högg, sem eptir voru, en það var haft
eptir Jóni siðar, að þau högg mundu hafa drepið sig,
ef fleiri hefðu verið. Haft var það og eptir sýslumanni,
þá hann klæddi sig i frakkann aptur, að það væri
opið fyrir samvizku sinni, að Jón hefði drepið Einar,
en Guðmundur komið honum til þess og lagt ráðin á').
Aldrei hafði Guðbrandur þénara eða ritara, heldur
ritaði allt sjálfur, og var það eignað féfíkni hans. Lítt
virtist hans rit læsilegt, en fljótur var hann að rita.
Opt var það, er hann ritaði uppköst til bréf’a eða bóka,
að hann fékk ei lesið þau, er hann skyldi hreinskrifa
uppkastið, og eyddi því á stundum löngum tíma til að
ráða úr því. f?að var sagt t. d., að á manntalsþingi
eitt sinni, helltist blek á þingrit hans. Sat hann þá og
horfði á misfelli þetta og mælti: „Klessa, hór, verður
ekki lesið, hér“, strauk svo af með ermi sinni, versn-
aði klessan þá að vonum ; spurði hann þá lærðan mann,
sem viðstaddur var, hvað skyldi gera við klessu þessa
„hér“. Hinn kvað einsætt að skera það blað burt og
rita annað. Hann mælti: „Kostnaður hór ogsvo!“
Þess var og eitt sinn getið, að Björn Teitsson vest-
uraratspóstur, rudda- og svaðamenni, gisti að Guð-
brands. Drukku þeir fast um kveldið, en Björn vætti
sæng sina um nóttina, en menn vissu ei, hvort honum
gekk til þess hrekkur eða drykkja. En að morgni
kærði hann fyrir sýslumanni, að sér hefði verið feng-
ið óþétt næturgagn. Reiddist sýslumaður því, og vitti
griðkur mjög fyrir vangá þessa, að fá pósti, konungs-
1) Um mál þetta allt er ýtarleg frásögn í J. S. 305 4to
bls. 327—333, 351—354.