Blanda - 01.01.1924, Page 192
186
vitað hérumbil hið sama. Ekki gat Þórður kammer-
ráð þess, að Otti hefði verið drukkinn. H. Í».J.
Jón skjallari og Jón sori
voru feðgar tveir i Landakoti við E,eykjavík fyrir alda-
mótin 1800. Jóu skjallari var hafnsögumaður, og fókk
auknefni sitt af því, að hann skrumaði mikið um dugn-
að siun og vitsmuni, og hrærði íslenzku og dönsku
saman i tali sínu. Jón hót son hans, og var kallaður
„sori“, af því að hann var blestur í máli og gat ekki
nefnt þ, svo þá er hann sagði: eg þori, varð það eg
sori. J?á er Bjarni amtmaður var i Hólavallarskóla,
hýddu skólapiltar Sora mjög harðlega á Reykjavíkur-
tjörn, af því að þeir þóttust verða þess varir, að hann
lá i eyrunum á prórektor Jakob Árnasyni (síðar prófasti
i Gaulverjabæ) og var notaður af honum til að bera
Ólafi stiptamtmanni fréttir úr skólanum. Hýðingin var
framkvæmd með útbleyttri skjóðu, því að enginn sóp-
ur var í skólanum, nema sá, sem rektor átti, en ísjár-
vert þótti að fá hann léðan, vegna væntanlegrar reki-
stefnu eptir á. Sori lá nokkra daga rúmfastur á eptir
og lagði af komur sínar inn í skólann.
Jón tíkargjóla
er maður nefndur1 2). Hann var Jónsson, og var lengi
í Skildinganesi, bróðir Guðmundar dbrm., er þar bjó
1) Jón Magnússon skjallari dó lb03, gamall. Jón „sori“
var launson hans með Þórdísi Olafsdóttur prests Thorlaci-
asar í Miðmörk, Jónssonar sýslumanns í Berufirði Jónsson-
ar sýslumanns í Berunesi Þorlúkssonar hiskups. Jón yngri
(„sori“) var einnig hafnsögumaður og dó 1814, 37 ára gam-
all. (H. Þ.).
2) Hann var fœddur um 1762, en varð. úti ú nýjársdag
1816. Fékk auknefnið af því, að liann kallaði hvassviðri ú
sjó „tíkargjólu“. (H. Þ.).