Blanda - 01.01.1924, Page 195
189
inn Hjálpleysa liggi inn á milli Sandfells og Hattar,
því að Hötturinu er nokkru utar en beint 4 móti Sand-
felli; hann liggur inn á milli fjallgarðs þes3, sem ligg-
ur suður frá Hettinum og Sandfells. Eptir dalnum
fellur Gilsá, sem aðskilur hreppana, Vallahrepp og
Skriðdalshrepp. Sandfells meginn i dalnum er sama sem
ekkert undirlendi, heldur gróðurlitlar aurskriður niður
að ánni. Hinumeginn er nokkurt undirleudi utan til
í dalnum, en minnkar þegar inn eptir dregur; þó er
innarlega í dalnum dálítið undirlendi, sem Lambavell-
ir heita og er þar nokkurt haglendi; en yfir höfuð að
tala er dalurinn fremur hrjóstrugur, einkum Sandfells
meginn. Upp úr dalbotninum er brött og há brekka
upp á varpið og heitir hún Jökulkinn, því að í henpi
er jökulfönn, sein mjög sjaldan tekur upp. Varpið er
ekki mikið lægra en fjallið að austanverðu við það.
Leið þessi er ekki farin nema af gangandi mönnum
af bæjunum, sem næst liggja, helzt að vetrarlagi, því
að frá innstu bæjum á Völlum og yztu bæjum i Skrið-
dal er það skemmsta Jeið til Reyðarfjarðar. Eius og
gefur að skilja, er af undirlendi Reyðarfjarðar alllang-
ur vegur og nokkuð brattur, einknm efst, upp á varp-
ið. J?að er því mjög fjarri hinu rétta, að Hjálpleysa
só fjalllaus vegur milli Héraðs og Reyðarfjarðar.
Eg sem rita línur þessar er fæddur og uppalinn í
Skriðdal, og var þar fram yfir tvítugs aldur, er kunn-
ugur á öllu Pljótsdalshéraði, utan frá sjó og upp til
dala, þekki allar leiðir milli Héraðs og Ejarða og hef
farið fle8tar þeirra. Hjálpleysu hef eg að visu ekki
farið, en var þó fullkunnugt um, að hún er allt ann-
að en fjalllaus vegur. Hefi eg því leitað mér upplýs-
ingar um hana hjá greindum og skilríkum manni frá
næsta bæ við umræddan fjallveg, sem hann góðfús-
lega hefur látið mér í té, og get eg því ábyrgzt, að
þessi lýsing min er rétt.