Blanda - 01.01.1924, Page 196
190
Naínið Hjálpleysa hygg eg dregið af því, Iive varp-
ið er illt yfirferðar og dalurinn gróðurlítill og óbjörgu-
legur og þýði því bjargleysa. Til samanburðar má
nefoa, þótt i mótsetning só, örnefni i Þjórsárdal i Ár-
nessýslu, sem Hjálp beitir, sem kunnugir menn syðra
álita, að dragi nafnið af þvi, að þar er hagsælt og hef-
ur bjargað fénaði í vorharðindum, þegar haglaust var
annarsstaðar.
Eini vegurinn milli Héraðs og Fjarða, sem er fjall-
laus, er Fagridalur, sem liggur þráðbeinn úr Eyvind-
ardölura, milli Skagafells að austan og Aura1) að vest-
an, alla leið til Reyðarfjarðar. I Fagradal er ekkert
varp, heldur jafn liðandi halli, sem naumast gætir þeg-
ar farið er, þangað til vötn skiptast (falla upp til Hér-
aðs og niður til Fjarða). Fagridalur er eins og skap-
aður til að vera þjóðvegur milli Héraðs og Reyðar-
fjarðar, enda er nú fyrir nokkru siðan búið að leggja
akbraut gegnum hann, svo að fara má á „bilum“ milli
Héraðs og Reyðarfjarðar.
Eg bæti þvi við hér, að hnúkurinn Höttur, sem
nefndur er hér að framan, mun hafa heitið fyrrum
Hátúnshöttur, en nafnið stytt á síðari timum. Beitar-
hús frá Arnkelsgerði, ÍDnsta bæ á Völlum í efri röð,
heita Hátún (getur ef til vill hafa verið býli einhvern
tima), og befur hnúkur þessi, sem er beint upp undan
þessum beitarhúsum, dregið nafn sitt af þeim. Þessu
til sönnunar má benda á erindi i Rönkufótsrímu í
kvæðabók Stefáns prófasts Ólafssonar i Vallanesi (ý
1688) I. bindi blaðsiðu 103, braglinu 213: „Sandfells-
gnipa, Hátúnshöttur og hvirfill Múla . . .“
Akureyri á sumardaginn fyrsta 1924.
Ólafur Bunólfsson.
1) Fjallið fyrir ofan bæina á Völlum austan Grimsár er
kallað Aurar.