Blanda - 01.01.1924, Page 198
192
bergs kom, var prestur örmagna af þreytu og hræðslu
og lá þar rúmfastur í þrjá daga. Hót haun því þá, að
hann skyldi aldrei að nauðalausu framar á hestbak
koma, og er mælt, að hann hafi vel efDt það heit síðan.
2.
Nokkru áður eu undanfarandi saga gerðist var það
um sumarkauptíð, að séra Eggert þurfti að ferðast til
Reykjavíkur. Hest átti hann engan, en fékk hjá frú
Steinunni Bjarnadóttur (amtmanns Thorarensen) er hann
var hjá til húsa, hest einn gamlan, liægfara, bleikan
að lit. — Synir frúarinnar voru í kaupstaðarferð fyrir
neðan heiði. — Leggur sóra Eggert af stað, og er ei
getið ferða hans fyr en hann kemur i Fóelluvötn. Mæt-
ir hann þar sonum frúarinnar, og verða þar kunningja-
kveðjur. Spyr annar bræðranna prest, hvernig honum
geðjist að reiðskjótanum, og kvaðst prestur vera ánægð-
ur með hann. Sá þeirra bræðra, er fyrir svörum var,
kvaðst trúa því; en sá galli væri á klárnum, að hann
væri ærið heimfús og strokgjarn, og væri þvi presti
vissara að hugfesta vel mark og einkenni á hestinum,
ef svo færi, að hann skyldi missa hans. — Fer þá
prestur til og skoðar hestinu í krók og kring, og ept-
ir nákvæma rannsókn hefur hann upp róminn og seg-
ir: „Eptir á að hyggja, hesturinn er þá bleikur; eg
ætla að muna það, að hesturinn er þá bleikur11. Hafði
prestur þannig riðið klárnum alla leið austan úr Grims-
nesi og suður í „Vötn“, án þess að taka eptir, hvern-
ig hann var litur.
3.
Þegar séra Eggert var i Klausturhólum bar svo við
eitt sinn, að vinnumaður þar kom heim frá fjárgæzlu,
en kafaldsbylur var á af norðri. Var þetta árla dags.
Prestur var eigi risinn úr rekkju, þegar vinnumaður