Blanda - 01.01.1924, Side 199
193
kom ídd, og spyr prestur hann til veðurs. Sauðamað-
ur kvað illt veður vera með byl af norðri. Prest grun-
aði þá, að sauðamanni mundi kalt vera og býður hon-
um „bittersnaps“, og kvað hinn sér það vel líka.
Prestur teygði sig þá, svo langur sem hann var, alls-
nakinn (því svo hvíldi hann jafnan) upp á hillu, er
þar var yfir höfðalagi prests, og tekur þaðan brenni-
vinsflösku og bitterglas, og skenkti síðan sauðamanni
fullt staup af bitterbrennivÍDÍ. En er sauðaraaður bergði
á staupinu, lét hann á sór heyra, að sér fyndist ein-
hver afkeimur af bitter þessum, og bað prest að bragða
og vita, hvort haDn væri sér ei samdóma. Prestur
blandaði sér þá bittersnaps, og er hann hafði tæmt
staupið, varð honum litið á miða, er á glasið var limd-
ur. Varð hann þess þá vísari, að það var ekki sá
„ekta bitter“, sem á glasinu var, heldur var það „Joá“,
sem þeir höfðu drukkið saman við brennivínið í bitt-
ers stað. En svo varð presti bilt við þetta, að hann
stökk strípaður fram úr sænginni og niður á gólf,
greip af öllum kröptum um kvið sér, engdist saman í
kut og öskraði alt hvað af tók um hjálp, þvi hann
heíði drukkið eitur. — Griðkona ein heyrði óhljóð
prests og skyggndist eptir, hvað um væri að vera. —
Jafnskjótt og prestur verður hennar var, skipar hann
henni að gefa sér sem allra fyrst spenvolga nýmjólk
að drekka, því hún væri eiturdrepandi, og myndi hann
brátt deyja, ef ei væri skjótt að gert, því hann hefði
gleypt eitur. — Hljóp þá stúlkan til fjóss; en er hún
var að setjast undir kúna, kemur prestur i fjósið, al-
etrípaður í bylnum. Beið hann skjálfandi á miðjum
fiór, meðan mjólkað var, og svalg svo mjólkina í stór-
um teygum. — Ei er þess getið, að honum hafi meira
meint við orðið, og ei heldur, hvernig hann fór að
komast til bæjar aptur.
Blanda III.
13