Blanda - 01.01.1924, Page 201
195
illu vaeri skárst að taka hann af!“ — Húsfreyja kvað
bagalegt að raissa fingur, en þó ekki hvað sízt visi-
fingurinn af hægri hendinni. Prestur róttir þá fram
hægri handlegginn, bendir og potar vísifingrinura í
allar áttir og segir síðan: „Ja, það er nokkuð satt,
sem konan segir, það er ekki svo notalegt að missa
vísifingurinn af hægri hendinni; það er alveg satt, sem
konan segir!“. Meira gat hann ekki ráðlagt konunni,
en kvaddi í snatri, bað um dreng til fylgdar, því þoka
var komin, og- fór siðan. — í?egar þeir komu í nánd
við Ásgautsstaði (þar bjó þá Jón prestur Björnsson),
stó séra Eggert upp á hundaþúfu háa, er á vegi hans
varð, og hristi sig þar allan og skók mjög afkáralega.
Hann var í yfirfrakka stórum og hafði að eins hneppt
um hálsinn, en var .ekki i ermunum.— Drengur vissi
ekki, hvað þetta átti að þýða, og varð nær þvi skelk-
aður yfir því, að prestur væri orðinn ekki með öllum
mjalla, þvi frakkinn slettist mjög stórkostlega til og
frá. — Eptir nokkra stund spyr prestur: „Er ekki
ósköp að sjá mig?“.
„Og jú!“ svaraði drengurinn.
„Það væri líkast til rayndarlegra að fara í frakkann,
áður en eg kem heim að Ásgautsstöðum. Er ekki svo?“
Pór hann svo í frakkann, skildi við drenginn og gekk
beim á staðinn.
5.
Séra Eggert var um tíma í Vaðnesi hjá systur sinni
Þóru, konu Eggerts bónda Einarssonar, er þar bjó.
Þurfti hann þá náttúrlega opt að gegna prestsverkum,
en fór flestar þær ferðir á fæti.
Lækir nokkrir falla til og frá um prestakallið, sem
ei er hægt að hlaupa yfir, en presti þótti illt að vaða.
— Kom honum þá það ráð í hug, að hann lét gera
sér einn skinnsokk af leðri, klofháan, og bar svo æf-
13*