Blanda - 01.01.1924, Page 209
203
„Það lifnar þó í þeim, óhastt er um það“, sagði Sím-
od, og kveykti ánægjulegur i hinum vindlinum.
3.
Símon flosnaði upp frá búskapnum, og varð að flytj-
ast á sina sveit. Þar var honum byggður kofi og bjó
hann þar um hríð. Tlakkaði hann um meðal kunningja
sinna og naut þá opt orðheppni sinnnar. „Hvenær held-
urðu, að þú sjáist næst, Símon minn?“ spurði einn, þá
er Si'mon kvaddi. „Ætli það geti orðið fyr en í haust,
þegar allar annir eru úti“, svaraði Simon.
4.
Símon tók hest til fóðurs af kunningja sínum í kaup-
stað, og var heyskapur hans ekki meiri en handa hest-
inum. Heyinu hlóð hann i lön hjá kotinu. Eitt sinn er
Símon var að mæna lönina og eitthvað að tala við
sjálfan sig, gekk kona hans þar hjá og spurði: „Hvað
varstu að segja, Simon minn ?“ „Eg var að spyrja
þig um það, hvort logn væri á jörðu“, segir Símon.
5.
Eitt sinn reið Símon fóðrahestinum til næsta bæjar
um haust, er jörð var frosin. Þá er Símon reið úr
hlaði, skrikaði hesturinn, því hann var flatjárnaður
„Skriplar hann sá skjótti ?“ ,sagði drengur, er til sá.
„Ó-já!“ segir Símon, „honum var komið fyrir bjá mér
til að læra að skrifa“.
6.
Simoni var lagt af sveitinni, sitt hjá hverjum, nokk-
ur fiskvirði í stað. Þá er hann fór um, til að tina
þetta saman og heyja af um leið, sagði hann opt, ept-
ir að hann var búinn að heilsa húsbændunum: „Hér
flr nú kominn Símon kÓDgur, að heimta skatt af þegn-
um 8Ínum“.