Blanda - 01.01.1924, Page 212
206
Nokkru seinna hittust þessir sörau menn að máli og-
spyr Bjarni Gísla: „Heyrðirðu ekki talað um það f
Reykjavík, Gísli minn, að kóngurinn okkar mundi
koraa upp í sumar og sitja á þinginu, allt þingið út?"
Gisli: „Jú, það heyrði eg, og það er vist alveg satt“.
Bjarni: „Nú, jæja, en hvað ætli það eigi nú að þýða,
hja honum blessuðum ?“
Gísli: „Je, veit ekki! (hugsandi) sitja yfir þeim
eins og rollum“; (hátt): „Nú, það er svo sem auðskilið:
Haun trúir þeim ekki betur en að tarna“.
Gisli hafði róið hjá heppuasta formanninum i veiði-
stöðinni og átti hlut sirin sjálfur, en svo komu mörg
fiskileysisár ii röð, hvert á eptir öðru og aflinn hrökk
ekki til fyrir beitn- og veiðarfærakostnaði. Gisli tók
þá upp á því eitt árið, að ráðast hjá þessum sama
formanni sínum, sem útgerðarmaður, fyrir nokkur hundr-
uð krónur í kaup fyrir vertiðina. Formaðurinn átti þvi
allan afia Gísla, hvort sem hann var mikill eða lítill
En þá brá svo við, þessa vertíðina, að óvenjumikið
aflaðist, svo að hlutur Gísla hljóp á þúsundum i stað
huudruðum áður. Gárungarnir vissu, að Gísla var fyr-
ir löngu farið að svíða undan óheppni sinni: að eiga
nú ekki hlut sinn sjálfur. Þeir sættu þvi lagi, að ganga
í veg fyrir Gísla, er hann gekk at' skipsfjöl og hafði
fengið hlaðafla dag eptir dag, og spurðu hann: „Vor-
uð þið ekki að fiska einhver ósköpin núna, Gísli minn?tt
Gisli leit ekki við þeim, en svaraði ávallt: „Það gerir
ekkert til! Það gerir ekkert til!“
í byrjun stríðsins 1914 kom maður frá Reykjavík
og sagði þær fróttir i f|ölmenni miklu af hergagna-
flutningi Þjóðverja um borgirnar í Belgiu, að þeir
flyttu allskonar morðvopn ura göturnar i hundruðum
gufuvagna, hlöðnum allskonar sprengivélum, eyðilegðu