Blanda - 01.01.1924, Qupperneq 216
210
Vigfúsar, þá er hanu var sambýlismaður Jóns i Kaup-
mannahöfn, sumt yfirstrykað, alls 6 blöð, og önnur 6 blöð
með sömu hendi, síðar rituð, ásamt ýmiskonar athugasemd-
um eptir J. Ól. Grv. á 5 blöðum. h) Ættartala sáluga Jóns
Þorleifssonar (lögmanns Kortssonar) 5 blöð, afkomendur
Jóns biskups Arasonar, 17 blöð, um nokkra ættmenn herra
Gísla Jónssonar 2 blöð (vantar í). Á síðasta blaði hand-
ritsins er afskript af aðalskaparbréfi Torfa Arasonar 1450
og tilsk. Friðriks 4. 15. maí 1705 (brot) (Lagas. M. Ketilss.
IIL, 343—345). Allar þessar síðari ættatölur eru ritaðar
um 1745, eflaust á Norðurlandi og ef til vill af séra Eiríki
Hallssyni í Grímstungum (f 1777), er kvæntur var Þórdísi
Arnbjörnsdóttur, dótturdóttur Jóns Þorleifssonar. J. Ól. Grv.
hefur á ýmsum árum ritað athugasemdir sínar í handrit-
ið, en síðast hefi eg þar fundið ártalið 1776. Þykir honum
það „f jarskalegt", að hann skuli vera 94. maður frá Adam.
Sumar athugasemdir hans eru og allkátlegar, eins og þar
sem hann segir: „Ei er vert að skrifa smámenna eður
kvikindaættir, nema af þeim lifni merkismenn." En hér
verður ekki frekar að því vikið, heldur að því merkasta,.
sem hér er prentað úr handriti þessu, en það er um séra
Ólaf á Stað, föður Jóns. Er það allt að réttu lagi líkprédik-
un séra Halldórs Jónssonar yngra á Stað í Grunnavík yfir
séra Ölaf, og merkasti þáttur hennar æfisagan, er séra Ólaf-
ur hefur ritað eiginhendi 16. sept. 1707, þá er hann var
sjúkur orðinn af bólunni, er dró hann til dauða 11 dögum
síðar. Hefur hann þá þegar búizt við dauða sinum og
kveðst rita þetta handa prestinum, er syngi yfir honum.
Og séra Halldór hefur svo lesið hana upp við jarðarför-
ina og bætt við merkilegri frásögn um banalegu séra Ólafs.
Þá er og síðasta kveðja séra Ólafs til sóknarmanna hans
og arfleiðsluskrá hans, hvorttveggja merkisskjöl, og lýsa
manninum einkarvel. Eg býst þvi við, að lesendur Blöndu
afsaki, þótt þeir í þetta sinn fái dálítið sýnishorn af lík-
prédikunarlestri þeirra tíma, en hann er reyndar með allra
mærðarminnsta móti hjá séra Halldóri, eptir því sem þá
tiðkaðist, og miklu styttri, en venjulega, enda getur verið,
að séra Jón Torfason, faðir séra Ólafs. er tekið hefur af-