Blanda - 01.01.1924, Side 217
211
skript af þessu öllu, nema sjálfsæfisögu séra ólafs, hafi
sleppt einhverju úr, t. d. útskýringu textans, sem venju-
lega var langorð mjög i líkræðum þeirra tima.
Séra Halldór á StaS var föSurbró'ðir séra Jóns prófasts
Halldórssonar í Hitardal, mesti merkisklerkur, guðfræðis-
kandidat frá háskólanum, en ól mestallan aldur sinn á harð-
indaútkjálka norður i Jökulfjörðum, og andaðist á Stað
13. apríl 1726, hálfníræður.
Um séra Ólaf hef eg neðanmáls bætt við nokkrum at-
hugasemdum, áhrærandi æfiferil hans, og læt það nægja.
Hann var ágætur skrifari, ritar fremur smáa en mjög skýra
hönd og viðkunnanlega. Mun hann hafa verið kennimaður
góður, vel gáfaður og vel að sér, var einnig latínuskáld, og
er til eptir hann heillaóskakvæði á latinu prentað í Kaup-
mannahöfn 1694 framan við dispútasíu Þorláks Þórðarson-
ar, síðar skólameistara, um siðasta Heklugosið („de
ultimo incendio montis Heclæ“). Hann orti einnig erindi
á hebresku og lagði stund á Austurlandamál, ritaði um
hebreska málfræði og æfisögu Abrahams patríarka, að sögti
Jóns sonar hans. Hann samdi og íslenzkt orðasafn eða
upphaf á orðabók yfir bókstafinn A, en það brann hjá
Árna Magnússyni 1728. Hann safnaði og íslenzkum máls-
háttum í stafrófsröð og samdi íslenzkt rim árið 1706
(A. M. 480 i2mo, sbr. 177 8vo eldra rim styttra frá 1704),
sneri einnig úr latinu á islenzku riti, er nefndist „Vegvísir
til himna“ (Manuductio in coelum) og öðru úr dönsku
..Himnaríki á jörðinni", samdi ennfremur skýringar yfir
nokkra staði í biblíunni, og postillu yfir allt kirkjuárið
(A.M. 1043 4to) m. f 1., svo að af þessu sézt, að hann hefur
verið allvel lærður maður og starfsmaður mikill á jafn-
ungum aldri. Það er því ekki ófyrirsynju, þótt minningu
hans sé á lopti haldið með því er hér fer á eptir.
9. okt. 1925.
H. Þ.
14*