Blanda - 01.01.1924, Page 220
214
ustu heimfarar í fööurlandið þaö himneska og ei-
lífa. Og er hans æfisaga, meö sjálfshendi, upj>-
skrifuö svolátandi, sem eptir fylgir.
Vita Olai Jonae f[ilii] ab ipso conscripta.1)
Þa'ö var upphaf minna fárra og fánýtra lífdaga,
aö eg var i heiminn borinn að Stað i Súgandafiröi
á Vestfjöröum Anno 1672, föstudagsnóttina í miöja
Góu (eptir því sem mínir elsku foreldrar hafa mér
frá sagt), sem var sá 23. Februarii hins gamla
stíls. Og aö meðtekinni heilagri skírn uppólst ég
hjá foreldrum mínum. Faðir minn er heiðarlegur
kennimann séra Jón Torfason,2) en móðir Ástríö-
ur Bjarnadóttir. Móðir afa míns3) var Guðrún Jóns-
dóttir og Jórunnar dóttur Fúsa Brúmannssonar, sem
átti Ólöfu dóttur Ragnhildar kvinnu Björns Guðna-
sonar. Móðir Ragnhildar hét og Ragnhildur, dóttir
1) þ. e.: Æfisaga Ólafs Jónssonar, rituð af honum sjálf-
um, og hefst hún á nýju blaði (bls. 3) í hdr. Út á spássí-
unni er ritað með hendi Jóns sonar hans (J. Ól. Grv.)
[Manu propria ipsius b[eati] Olavi Jonæi, usque in paginam
mediam sextam] þ. e.: með eigin hendi sjálfs hins sæla
Ólafs Jónssonar, allt fram á miðja sjöttu blaðsíðu (í hdr.).
2) Séra Jón vígðist til Staðar 4. júní 1661 og andaðist
]>ar 12. marz 1719, 79 ára gamall, eptir nær 58 ára prestþjón-
ustu, en 27. sept. 1663 kvæntist hann Ástríði Bjarnadótt-
ur, er var alin upp í Hvammi á Barðaströnd hjá Guðmundi
Jónssyni og Málfríði Árnadóttur konu hans. Það var séra
Jón, sem reif sundur frumritið af Landnámu og Kristni-
sögu í Hauksbók og hafði skinnblöðin utan um kver, þvt
að hann var bókbindari (sjá um þetta formála Guðbr. Vig-
fússonar við Biskupasögur I. B. bls. XIII—XVI og bréfa-
skipti um þetta), en séra Ólafur bjargaði 14 blöðum. er
hann lét Árna Magnússon fá (nú A.M. 371 4to).
3) þ. e. Torfa Jónssonar á Gerðhömrum, föður séra Jóns.