Blanda - 01.01.1924, Síða 226
220
Þetta er niú þaö, sem hann hefur sjálfur uppteikn-
að um sína æfi, en eptir fylgir a'ö geta þess, seni:
oss eptirlifendum lær á aö minnast og á lopt halda,
sem er um ]Dessa sæla og blessaða manns guðlog-
an lifnað og kristilegan afgang frá þessu eymda-
fulla, fallvalta lífi inn til ])ess dýrðarfulla og ófall-
valta. Og er það í stuttri yfirferð að herma frá
hans lífemisháttum og framferði, að svo sem hann
hann var fyrst af sjálfum guði Ijegáfaður með góðri
náttúru og atgervis gáfum, þar með af sínum elsku
foreldrum uppalinn í guðsótta og góðum siðum, svo
t'ramfylgdi hann ])vi sama með guðlegum, prýði-
legum og lastvörum lifnaði frá lúautu barnsbeini
allt til æfiloka, sem heiðarlegra manna vitnisburð-
ir, almenningsrómur og reynsla margfaldlega votta.
Er því fyrst og fremst í hans líferni að hrósa allra
annara dyggöa móður g u ð h ræðslunni, sem
til allra hluta er nytsamleg, hafandi fyrirheit hins
nálæga og ókomna, sem postulinn Páll vottar, hver
eðla dyggð með sér leiddi í hans líferni sínar eigin-
legar dætur, nefnilega: hógværð, litillæti, friðsemi.
hreinlyndi, tryggð, góðgimi, meðaumkvan og misk-
unsemi við nauðstadda, i einu orði að segja: elsku
til guðs og náungans. Auk þessa prýddi guð hans
lifnað, fyrst með allra góðra og guðhræddra manna
ástþokka, hvar sem hann var, utanlands og innan.
verandi í sérhverjum stað þokkasæll og vellátinn.
])ar næst með sifelldri ástundan frá ungdómi heið-
urlegs lærdóms og hárra, loflegra mennta, sem
voru fyrst og fremst heilagrar ritningar iðulegur
yfirlestur og næmi, þarnæst höfuðtungumálanna.
hebresku, grísku, latínu og annara fleiri góð þekk-
ing og kunnátta, þá þar með hámenntanna skiln-
ingur og vitund, sem eru stjörnulist, jarðarmæling,-