Blanda - 01.01.1924, Page 231
225
heyrt eöur ekki eptir breytt, áminni eg enn nú
í minni gröf, og biS þá, fyrir tár og undir Jesú
Christi, a'ö þeir gái aÖ sér í nafni drottins, og
hræsni ei lengur fyrir guði, heldur uppræti lesti
og syndir úr sínu hjarta, hverjir sem þeirra eru
sér meövitandi, þvi drottinn lætur ekki að sér hæða;
safni því .sér enginn reiði upp á reiðinnar dag og
opnberunar guðs réttlætisdóms, með sínu yfirbótar-
leysi. Svo áminni eg alla kaida og kvinnur, börn
og ungmenni, að þeir gleymi ekki sínum catechis-
mo, og læri vel hann að skilja, svo þeir mættu
vita sinn veg til lífsins. En eg skil eptir hjá yður
spurningar út af honum, hverjar eg vil þér bæði
lærið og börnum og hjúum yðar kennið. Drottinn
varðveiti yður alla saman, hann sé huggunin þeirra
harmþrungnu, styrkur þeirra veiku, vegur þeirra
villtu, huggunin þeirra hrelldu og freistuðu. Hafið
þolinmæði með þeim syndugu, svo þeir mættu gera
sanna iðrun. Drottinn hjálpi yðar sálum frá dauð-
anum til lífsins. Amen í Jesú nafni. Amen. Amen.
Testamentum Olai Jonæ f. í Jesú nafni.')
i. Það er fyrsta uppkvæði míns siðasta vilja,
eg með fullri rænu og viti testamentera mina
sál og samtengdan líkama í miskun og meðaumkv-
an míns góða guðs, forlátandi mig alleinasta upp
a þá dýrmætu endurlausn, sem Jesús Christur hefur
með sínum bitra dauða fundið minni sálu, og treysti
t*ví, að allar mínar syndir verði mér i hans nafni
fyrirgefnar. Svo og testamentera eg mína kvinnu
og eptirlifandi börn miskunsömum guði og hans
naðarforsjón, hann veri þeirra hirðir og forsvar í
1) Testamenti þetta er með hendi séra Jóns Torfasonar.
15