Blanda - 01.01.1924, Page 236
230
gekk í sjó og brim, svo ólendandi þótti viö Karlsár-
naust. Þegar Eyvindur kom utan meö Karlsárfjör-
um sér hann, að ekki er lendandi, og kveðst ætla
að fara inn að Hólsnaustum, sem er þrautalending
i Svarfaðardal, og mikið betri en á Karlsá, og snýr
þó nauðugur frá. í þessu bili gengur Jón faðir
Eyvindar niður til naustanna og vildi aptra syni
sínum að leggja þar að landi, því hann sá, að það
var ófært, en vissi Eyvind óbilgjarnan. Þegar Jón
sér hann vera að sniúa frá lendingunni þykir hon-
um vænt um, og bendir honum að halda áfram og
inn að Hólsnaustum. Þegar Eyvindur sér það, að
faðir sinn vill segja sér til að hverfa frá lending-
unni, reiðist hann og þoldi ekki, að hann segði
sér til, því liann þóttist vera einfær um það sjálf-
ur. Lætur hann þá háseta snúa við aptur og í sína
lendingu, og þótt þeir mögíuðu móti tjáði það ekki.
Svo stýrir Eyvindur að landi, og beið þá lítt eptir
lagi, en fyrir karlmennsku hans og dugnað háseta.
gátu þeir bjargað lífinu og bátnum lítið brotnum.
Eptir það sagði Jón aldrei syni sínum til að lenda,
og lét hann sjálfráðan.
Það er sagt, að Eyvindur tæki snemma við bús-
forráðum á Karlsá. Þó lifði faðir hans þá og eptir
það. Þá smíðaði Eyvindur þiljuskip stórt, sem '
þá daga var kölluð „dugga“ eptir skipum hollenzkra
fiskara, og af þessu skipi fékk hann auknefniö
Duggu-Eyvindur, ]dví það ])ótti nýnæmi i þá daga.
Er sagt, að hún hafi verið haffær að stærð, en ekki
að sterkleika eður annari áhöfn. Við þessa duggu
er kennd Duggulág, upp frá Birnunesssandi á Ár-
skógsströnd, og fyrir skemmstu voru sýndar þar
grjóthlóðir, sem Eyvindur lét hita bráð á duggu
sína, og átti hann að hafa sett hana þar upp á