Blanda - 01.01.1924, Page 240
234
lét ekki segja sér þaS tvisvar, heldur rauk hann
sjálfur strax me'ö alla, sem hann fékk til, og þótti
mönnum, sem þá væri kominn berserksgangur á
hann, og gekk fram í hamförum að brjóta inn eld-
húsið og göngin, sem lika voru farin að loga. Veð-
iir var kyrt. Búr var á móti eldhúsi, og bar logann
á það. Þá mælti einhver af þeim, sem við eldinn
var: Hvað er nú til ráða?, nú er búrið tekið til
að brenna. Þá anzar prestur og segir: „Það má
guð ekki láta viðgangast að brenni búrið hennar
Helgu minnar, því að hún hefur svo mörgum
svongum gefið spón og bita úr því.“ En samstund-
is kom vindkast af suðri, svo logann bar frá búr-
inu og að eldhúsinu, sem þá var að mestu brunniö.
Eptir það tókst að slökkva eldinn og þótti mönn-
um verða að áhrínsorðum, sem prestur sagði.
Frekur var séra Ari í orðum og nokkuð um of,
ef honum rann í skap og eins í ræðum sínum, þeg-
ar honum þótti við sóknarfólk sitt. — Björn hét
maður og kallaður Langi-Björn, fjarska hár vexti
en ónytjumaður og þungur til vinnu. Um hann
var eitt sinn kveðið :
Björn er rekinn burt frá oss
býsna smátt þó feti,
þungan hefur á herðum kross,
hann er nefndur leti.
Björn þessi barnaði dóttur Egils bónda í Dæli, seni
var nefndarbóndi i sókn séra Ara og kær vinur
hans. Bónda þótti illa farið með dóttur sína og
presti engu minna vegna Egils. Þá var venja að
afleysa allar persónur ógiptar, sem börn áttu sam-
an. Björn var sóknarmaður séra Ara, svo honum
bar að afleysa hann. Er það sögn, að prestur hafi
haldið óheyrilega hegningarræðu yfir honum, þa