Blanda - 01.01.1924, Síða 244
238
sundi'ð er sagt, að skipsmenn haíi séð ógurlega
stóran sel synda jafnframt skipinu, og eins og vilj-
að fara upp í það, en prestur gat varnað honum
þess, og sagði prestur, að það væri sending frá
eyjarmönnum til sín. Frá Grímsey flutti hann að
Tjörn í Svarfaðardal, og var þar prestur 22 ár
(1724—1746). Eyjarmenn létu ekki hér við stanza,
þótt séra Jón væri fluttur frá þeim, heldur sendu
þeir honum sendingar, og jafnvel létu menn frá
sér, sem þeir treystu bezt, fara í land meö drauga-
sendingar til að drepa prest.
Einn vetur, skömmu eptir burtför séra Jóns úr
eyjunni, um haust eða vetur, fóru Grímseyingar
inn til Eyjafjarðar og 'höfðu með sér einn mann,
sem þeir treystu vel að drepa séra Jón með gern-
ingum. Þeim gaf ,vel til lands; svo segir ekki af
þeim meir. En eitt kveld syfjar séra Jón, meir en
vana gegnir, og leggur sig fyrir. Þegar hann hefur
legið lítið, sezt hann upp órólegur og segir: „Nú
eru Grímseyingar komnir í land og sækja að mér.“
Þar var kvíga, sem prestur átti undir palli í bað-
stofunni. Fólkið heyrir, að farið er að korra í henni,
og allt í einu dettur hún niður dauð. Ekkert gefur
prestur sig að því, en lifnar allur við og verður
með sjálfum sér. Annað kveldið kemur einn Gríms-
eyingur þar, og er það sá sami, sem eyjarmenn
sendu. Hann spyr, hvernig presti líði. Honum er
sagt, að ihann sé frískur. Hann biður að lofa sér
að vera, og fékk hann það. Prestur var hinn kát-
asti um kveldið við komumann, og spurði hann
að ýmsu úr Grímsey, úr hverju hinn leysti. Morg-
uninn eptir bjó ])restur sig til burtferðar, að gera
eitthvert aukaverk fram i Urðasókn, sem er ann-
exía frá Tjörn, sumir segja að messa á Urðum, og
vildi láta komumann fara með sér; hann færðist