Blanda - 01.01.1924, Síða 245
239
undan meS öllu móti, en prestur herti a'ð honum
svo ákaft, að komumaður mátti til að láta undan,
og fóru þeir báðir og engir aðrir. Nú er að segja
frá eyjarskeggjum, að nú voru þeir þess vísir orðn-
ir af kunnáttu sinni, að séra Jón var enn heill á
húfi, en þeirra maður einn kominn á hans vald, og
þótti þeim heldur illa hafa tiltekizt, og ekki ugg-
vænt um, að prestur mundi hefna sín, ef hann lengi
léki í tómi. Mögnuðu þeir nú annan draug eður
sendingu og sendu presti. Aðrir segja, að prestur
hafi sent þeim hann aptur, þegar hann var búinn
að drepa kvíguna, eða draugurinn hafi snúið ti!
baka, þegar hann gat ekki unnið á presti, og þeir
svo vitað, hvað leið. Nú er að segja frá presti og
félaga hans, að prestur dró tímann, að fara heim
á leið til kvelds. Þá héldu þeir fyrst til baka. Þeg-
ar þeir voru komnir nokkuð á leið, varð svo dimmt
og villt um fyrir presti, að hann komst hvergi
áfram og rataði ekki. Nú vissi prestur, að þetta
var ekki sjálfrátt, enda hafði hann ekki verið var-
búinn við sendingu eyjarmanna aptur, þvi lítill veið-
ur hélt hann þeim hefði ])ótt í kvígunni. Er þá
sagt, að sendingin hafi komið á móti þeim, og þá
hefði prestur villt um fyrir henni, svo hún vissi
ekki, á hvorn þeirra hún ætti að ráðast. Sagði þá
prestur við félaga sinn, að nú skyldi hann nauð-
ug'ur, ef ekki vildi hann viljugur, taka á móti
henni með sér og ráða hana af dögum, þvi annars
skyldi hann sjá svo um, að hún yrði honum að
!>ana, ])ó hann sjálfur kæmist ekki klaklaust frá
henni. Grímseyingurinn sá nú, að ekki var til góðs
a° gera, og áleit nú bezt úr því sem ráða var, að
forða lífi sínu i bráð, hvað sem á eptir kæmi, og
lagðist á eitt með presti, að fyrirkoma draugsa,
hvað þeim tókst heppilega báðurn, en engar sagn-