Blanda - 01.01.1924, Page 246
240
ir eru um viSureign þeirra og draugsa, því engir
voru þar viðstaddir fleiri. Eptir þetta tók villuna
af þeim, og komust svo meö heilu og 'höldnu aö
Tjörn um nóttina. Daginn eptir hélt Grímseying-
tirinn af staö heim á leiö. Mæltu þeir til vináttu
með sér prestur og eyjarmaður, og sagði prestur
honum, að eptir það, hann hafði fengið sending-
una frá honum, hefði hann gert honum það, að
hann skyldi fá það ómak að finna sig í staðinn.
Eyjarmaður lofaði presti, að hann skyldi aldrei á
móti honum vera meir, og er sagt, hann hafi efní
það. Þessi var annar mesti fjölkyngismaður í
eyjunni.
Maður einn var í Grímsey fjölkunnugur og
ódrengnr mikill. Ekki er getið um, hvaö hann hafi
heitið, en auknafn hafði hann, og almennt kallað-
ur Kollur, og svo veröur hann hér kallaður. Hann
var mesti mótstöðumaður séra Jóns, meðan hann
var í eyjunni, en bar þó lægri 'hlut, enda gleymdi
hann ekki presti, þótt hann færi þaðan. Hann var
líka mestur í ráðum, þegar Jóni presti var send
sendingin fyr, og þóttist sneypu mikla fengið hafa
að verða undir; trúði hann nú bezt sjálfum sér, og
vill að yfir ljúki í þessu með sér og presti, og að
annarhvor hnígi fyrir öðrum. Heldur svo sjálfur
af stað frá eyjunni í land með draug, og reri bát-
urinn sjálfur undir honum, eður hann hafði púka
til að róa undir sér. En þá er frásögninni að víkja
til prests.
Mánudagsmorguninn í 21. viku sumars, sem var
fyrsti gamall gangnadagur í Svarfaðardal, þá var
séra Jón snemma á fótum, og gekk út og‘ inti apt-
ur, og þegar prestur kemur inn aptur, strýkur hanti
um höfuð sér og nýr ennið og blæs mæðilega og
segir: „Nú koma Grímseyingar í land í dag og