Blanda - 01.01.1924, Side 249
243
þekkir hann, því hánn átti heima í næstu sókn, af
Arskógsströnd. Hann biöur prest í öllum bænum
aö hjálpa sér úr þessari klemmu. Síöan losaöi prest-
ur manninn úr glugganum, lét hann síðan bera inn
aptur þýfiö og láta þaö á sama staö. Eitthvað lítið
gaf prestur honum meö sér, og lét hann lofa sér
að glettast ekki við sig né aðra optar, og er það
líka sagt, aö hinn hafi viljuglega lofað því, og
þótt fótur sinn fegnastur, er hann komst þaðan, og
er það lika fyllilega sagt, að hann hafi ekki farið
að Völlum til matfanga siðan.
Séra Jóni er svo lýst, að hann hafi verið mikill
vexti og ramur að afli, eins og hann átti kyn til,
inikillátur og harðger. Var því trúað, eins og sagn-
irnar hér á undan sýna, að 'hann vissi jafnlangt
nefi sínu, enda mun hann sjálfur hafa látið það
í veðri vaka, svo að menn hefðu frekar ótta af han-
um. 'Yfirleitt mátti hann teljast mikilmenni, þótt
hann væri ekki nærri því eins vinsæll af sóknar-
fólki, eins og fyrirrennari hans, séra Eyjólfur hinn
lærði. Og var eitt merki þess, að þá er séra Jóni
voru veittir Vellir eptir lát séra Eyjólfs, sögðu
margir bændur lausum Vallakirkjujörðum (sem eru
margar), vildu allir fara, og ekki vera leiguliðar
séra Jóns, bjuggust við harðari kostum en hjá séra
Eyjólfi, sem var blíðlyndur og stillingin ein, en
séra Jón heldur óeirinn og svakafenginn, einkum
við vín. Þó gekk þetta allvel milli prests og bænda,
og betur en þeir bjuggust við.
Séra Jón þótti nokkuð stoltur og líta nokkuð á
sig, helzt á fyrri árum æfi sinnar, og eru smásagn-
ir um það: Einhverju sinni kom séra Jón framan
frá Urðum, annexíu frá Tjöm, að vetrartíma.
Brast á hann moldhríðarbylur á móti og náði hann
Brekkukoti i Tjarnarsókn, og baðst gistingar,
16*