Blanda - 01.01.1924, Page 251
245
Er þaö tilgáta likleg, að einhver eldri hafi komiö
börnunum til að kveöa þetta, en ekki vita menn það
meö neinni vissu; en það haföi góö áhrif á prest.
Þaö hefur veriö orö á því haft, að séra Jón hafi
verið mikill karlmennskumaður, eins og áður er
getiö, og hef eg heyrt eina sögn um þaö: Hann
var einhverju sinni á ferö framan úr Svarfaðardal,
líklegast frá annexíukirkjunni Uröum. Reiö hann
ofan með Svarfaðardalsá, og mætti kúahóp, og þar
á meðal var mannýgt naut, mjög vont. Þaö réðst
á móti presti öskrandi, svo hann komst ekki áfram.
Þetta átti aö vera á árbakka. Prestur hleypur af
baki, og tekur á móti kussa, og glímir viö hann,
þar til hann setur bola fram af bakkanum ofan í
árhylinn og skildi þar með þeim, og er ekki getið
um, hvernig hann bjargaöi sér, en prestur hélt heill
á húfi heim að Tjörn.
Einu sinni sem optar var haldiö manntalsþing á
Völlum (þar er þingstaður í Vallahrepp). Þingið
var vel sótt og troðfullt af mönnum. Séra Jón
þurfti inn í þinghúsið til einhvers; þá var þröngin
svo mikil, aö prestur komst lítið inn úr dyrum. Þá
mælti 'hann hátt: „Væri guðshús sótt eins vel og
þetta þing, þaö væri góöra gjalda vert.“ Þá gegnir
einhver innarlega í húsinu: „Væri ekki messað
nema einu sinni á ári, þá væri guöshús fullt, allt
til gætta.“ Þá spyr prestur hastur: „Hver gegnir?“
Honum var svarað: „Það er Sigurður á Karlsá.“
En prestur hélt út aptur og svaraði engu. Var getið
til, aö prestur hefði ekki viljað eiga oröakast við
hann, því að Siguröur á Karlsá var merkur bóndi,
greindur og orðheppinn. Hann var faöir Jóns bónda
á Urðum, merkisbónda, og Páls bónda á Karlsá,
einnig merkisbónda. Þessi Siguröur var smiöur
góður; er þaö sögu, að hann hafi smíðað dugguna