Blanda - 01.01.1924, Side 252
246
með Duggu-Eyvindi, sem Espólin getur um í Ar-
bókum sínum.
Það er gömul sögn, að séra Jón hafi einhverju
sihni verið í kaupstaðarferð inn á Akureyri og
fylgdarmaður með honum. Þegar þeir voru komn-
ir langt á leið til kaupstaðarins, þá flugu 2 hrafn-
ar á móti þeim og krunkuðu ákaflega. Þá segir
séra Jón: „Það skaltu ljúga, þar verð eg ekki, því
þá verð eg allur á burt.“ Fylgdarmaður prests spyr,
hvað 'hann meini með þessu. Presturinn segir, að
hrafnarnir hafi sagt, að á morgun fljúgist á 3
drukknir prestar á Akureyri, og vona eg, að eg
verði þá kominn þaðan. Þetta rættist allt, þrír prest-
ar áttu að hafa flogizt á, en séra Jón þá snúinn
heim á leið. Samkvæmt þessu átti séra Jón að skilja
fuglamál.
Á seinni árum séra Jóns kom það fyrir á hæ þeim,
sem Kongsstaðir heita í Skíðadal, sem er kirkju-
jörð frá Völlum, að eldur kviknaði við kola-
brennslu í hálsi þeim, sem Kongsstaðaháls er kall-
aður, á öxl, sem bærinn stendur undir. Þetta var
i þurkatíð, og varð ekki eldurinn slökktur, hversu
sem til var reynt, en hálsinn þakinn allur í hrísi,
svo ekki var rjóður í. Þá var tekið til bragðs, að
senda ofan að Völlum til séra Jóns Halldórsson-
ar, og láta hann vita, hvernig komið var. Prestur
gegndi því fáu, en heimti hest sinn og föt, og bjó
sig til ferðar með manninum, og alla leið þegjandi
fram í Kongsstaðaháls, og upp í hálsinn nálægt eld-
inum. Þar sté hann af baki og lagðist niður á bæn
langa stund, þar til að þykkna fór í lopti, því áð-
ur var bjartviðri og sólskin. Eptir ])að tók séra
Jón hest sinn og reið heiin á leið, og kom hvergi
til að stanza unz hann kom heim að Völlum. En á
leiðinni heirn kom mikil hellirigning, sem hélzt til