Blanda - 01.01.1924, Side 253
247
T<velds, og vi'ö þaö slokknaði eldurinn og kom ekki
upp aptur. — Þessa sögu sagöi Þóra Sigurðardótt-
ir, kona og ekkja á'Ytra-Hvarfi, skilorð og greind,
dó 1880, yfir 80 ára að aldri, en henni mun sagt
hafa fóstri hennar, Erlendur bóndi á Kongsstöð-
um, merkur bóndi, og bjó hann á Kongsstöðum
síðara hluta 18. aldar og fram yfir næstu aldamót
(1800). Þessi Þóra var móðir Jóhanns Jónssonar,
nú (1887) bónda á Hvarfi.
Munnmæli hafa gengið urn það í Svarfaðardal,
að svipur hafi sézt og átt að sjást eptir séra Jón
dauðan, og það fremur en nokkurn prest á Völl-
um, helzt í frambænum, svo kölluðum klefa, sem
lengi hafði staðið og það fram á þessa öld (19.
öld), og liklega hefur fyrmeir verið bókaklefi fyrri
presta. Eptir það, að séra Stefán Þorsteinsson
(f 1846), kom að Völlum, sagði hann sjálfur frá,
að honurn sýndist opt, að hann sæi svip af manni
við þessar áðurnefndu klefadyr, og sýndist sér
myndin víkja ætíð úr vegi frá sér, og lýsti hann
búning á svipnum. Séra Stefán lýsti svo: Maður
heldur stór og þrekvaxinn, snöggklæddur, garnall
maður i bláum tvíhnepptum bol með bláa kollhúfu
á höfði. Vist var það, að séra Stefán hélt spurn-
um fyrir við gamla menn i sókn sinni, eptir fyrri
prestum á Völlum, bæði vexti og hversdagsklæðn-
aði þeirra, og var getið til, að hann hafi viljað vita,
hverjum þessi svipur væri líkur, enda bar það helzi
saman við vöxt og hversdagsklæðnað séra Jóns
Halldórssonar.
Einhverju sinni á Völlum eitt kveld, þá vinnu-
konur voru að fara í fjós, þóttust þær heyra um-
g'ang um bæinn og verða varar við eitthvað það,
sem þær skildu ekkert í, svo að fylgja varð þeim
í fjósið, sem aldrei þurfti endrarnær. En um kveld-