Blanda - 01.01.1924, Page 254
248
i'ð, þegar fariö var a'S hátta, og prestkonan var
komin inn í svefnhús sitt til prestsins, þá spyr prest-
ur að, hvað það hafi verið, sem gengið hafi á í
kveld, þegar farið var í fjósið. Hún segir, að stúlk-
urnar hafi orðið svo myrkfælnar, að þær hafi ekki
þorað í fjósið fylgdarlaust, og gat um, að þær heföu
orðið einhvers varar. Þá heyrðu menn fram fyrir
séraStefánsegja með sinni vanalegu hógværð : „Það
veröur engum til meins, það hefur verið séra Jón
minn Halldórsson." Séra Stefán var enginn hjá-
tnúarmaður og frábitinn öllum hégiljum og fáorður
um flest, allra helzt hégóma.
í ættartölum séra Stefáns Þorsteinssonar á Völlum, sem
eru í eign minni, ritar liann stutta æfisögu séra Jóns Hall-
dórssonar og segir [jar meðal annars (bls. 471) : „Á sein-
ustu árum var hann mikið heilsulasinn, hvar með upp á
hið síðasta fylgdi minnisbrestur og nokkurskonar fásinna
.... Sálaðist í apríl 1779, Anno ætatis 83 (réttara: 82), þá
liann hafði prestur verið full 60 ár. Hann tjáist fyrirtaks-
klerkur í ýmsu verið hafa, og var maður persónuvænn, en
nokkuð stórgerður og lítandi mikið á sig. Er haft eptir
honum á Völlum: „Stór er staðurinn og stór er sá, sem
á býr“, item: „Bíturðu Vallaprestinn ?“ item: „Það er
nieira vert að hita Vallaprest en annan prest“, og alls átti
hann 20 börn, með fyrri konunni 4 sonu og 4 dætur, með
liinni síðari 6 sonu og 6 dætur. þ. e. alls 10 sonu og 10.
dætur.“ H. Þ.