Blanda - 01.01.1924, Page 259
253
Þaö var á hvítasunnumorgun (8. jútií) 1783, a:ö
Katrín kona Páls í Strandarholti sté fyrst á fætur
eptir fæöingu Guörúnar yngri dóttur sinnar. Varö
henni reika'ö noröur fyrir bæinn, og kom þá Guðrún
eldri til hennar og segist vera hrædd viö kálf eöa
vetrung, sem láti svo illa þar á túninu. „Ekki er
eg hrædd við kálfinn, Guðrún mín,“ segir Katrín,
„en það sem eg sé í norðrinu er eg hrædd við.“
Það var kolmórauður reykjarmökkur, sem gaus upp
úr Skaptárjökli, sem hún hafði séð. Hún gekk svo
inn og bað guð að hjálpa sér. Þá bjó séra Hálfdan,
föðurbróðir Katrínar, í Eyvindarhólum. Sendi hann
austur um haustið 3 menn með 18 hesta, til að taka
þau hjón upp og flytja út undir Eyjafjöll. Tóku þau
þessu höfðinglega boði allfeginsamlega, ög var þeg-
ar tekið til að búa upp á lestina, en þá er lokið vár
að binda upp á hana hálfa, hjaðnaði eldurinn niður,
svo að engan reyk sá eptir, og væntu menn þá, að
eldurinn væri slokknaður til fulls. Voru svo öll
bundnu klyfin rifin sundur og allt borið inn í bæ.
Hafði Katrínar lengst iðrað þess meðan hún lifði.
Sendimenn voru þar um nóttina og ráku svo hest-
ana lausa heim aptur morguninn eptir. Bar þá ekk-
ert á eldinum, en daginn eptir að þeir fóru, tók
hann sig upp að nýju með miklum umbrotum. Urðu
þau hjón samt kyr í Strandarholti um veturinn og
misstu nær allan sinn fénað. Lifði ein kýr hreytandi
af 9 nautkindum, sem þau áttu um haustið, og ann-
að eptir því. Af 26 kindum lifði engin urn vorið,
en 2 hestar gamlir af 6. Vorið eptir (1784) útvegaði
séra Hálfdan þeim Páli og Katrínu 1 hndr. í Hrútá-
felli undir Eyjafjöllum til ábýlis, og fluttust þau
þá þangað frá Strandarholti með 7 börn sín. Var
hið yngsta (Guðrún yngri) flutt í vöggu á hesti og
bundið fataklyf á móti, En þá er kom út í mitt