Blanda - 01.01.1924, Page 261
255
með því skilyrði, að hann legði gjafakornið á borð
með sér, meðan ekki gæfi byr til lands. Gekkst Páll
undir það, því að ekki var i annað hús að venda.
Prestur hafði útgerð og vann Páll honum hlut nokk-
urn. En þá er byr gaf loks til lands, gaf prestur
honum ekki að eins gjafakornið, heldur einnig það
sem hann hafði aflað, og þar að auki alklæðnað.
Eptir 2 ár eða vorið 1786, fengu þau hjón til ábúð-
ar Stóruborg hina fornu. Hún stóð svo nærri sjó,
að tvívegis urðu þau að taka kýrnar út um fjós-
þekjuna.* 1) Á Stóruborg efnuðust þau talsvert apt-
ur, og dóu bæði sama veturinn.2)
Það var einn dag, er þau bjuggu á Borg, að Guð-
rún eldri dóttir þeirra gekk á fjörur, að vita um,
ef nokkurt ætilegt ræki. Varð henni þá litið á
stein einn gráan, sem að stærð og lögun var að
öllu leyti eins og barnsfótur, og vottaði glöggt fyr-
ir öllum náttúrlegum tám á honum. Hún tók stein-
inn upp og hafði heim með sér; varð hann þá leik-
fang barnanna. Þá bjó að Selkoti undir Eyjafjöll-
um Ólafur Jónsson gullsmiður; hafði hann farið
utan til að nema mennt sína. Hann var bráðgáf-
aður maður, vel fjáður og talinn nízkur. Kona hans
var Guðlaug dóttir séra Stefáns prófasts Einars-
sonar í Laufási, dótturdóttir Steins biskups. Son
þeirra var Stefán stúdent í Selkoti, nokkuð ein-
kennilegur i lund og háttemi, og svo hafa veriö
hefSi heitið Grímur, en það er rangt, og eflaust sprottið
af því misminni, að son séra Páls var séra Grímur prófast-
ur á Helgafelli (f 1853).
1) Stóraborg fór alveg af um 1840.
2) Katrín dó 9. okt. 1806, 60 ára, og hafði þá verið ekkja
nokkra liríð. í sálnaregistri Eyvindarhóla 1803, er hún köll-
uð „beisklunduð". (H. Þ.).