Blanda - 01.01.1924, Síða 262
256
ýmsir afkomendur hans. Þaö var eitt sinn, aö Ólaf
gullsmiö bar þar aS, er börnin i Stóruborg voru aS
leika sér meS steininn. LagSi Ólafur þegar fölur
á hann, og fékk hann. Greiddi hann þegar í staS
fyrir hann 2 klyfjar af mat, annan baggann af korni,
en hinn af fiski, og lofaSi þeim hjónum eins árs
afgjaldi af jörSinni. Tóku þau slíku boSi fegins-
hendi og fór Ólafur meS steininn heim meS sér,
vafSi hann í pappír, og batt utan um, lét hann
svo í læstan peningakistil, er hann geymdi í kistu
úti í skemmu; ætlaSi hann aS senda steininn til
Kaupmannahafnar. Um voriS, er hann fór aS huga
aS honum, er hann horfinn undan þremur læsing-
um, en umbúSirnar eptir og allir peningarnir
óhreyfSir í kistlinum. Hefur steinn þessi ekki sést
síSan. HafSi Ólafur ætlaS, aS fást mundi fyrir hann
erlendis jafnvel fleiri þúsundir dala, og eignaSi
hvarf steinsins helzt því, aS hann hefSi borgaS hann
illa, en einskis lét hann þau Stóruborgarhjón sakna
í af því, er hann hafSi lofaS. Þannig hefur Þorbjörg,
dóttir GuSrúnar, er steininn fann, frá þessu sagt, og
ennfremur sögn um annan einkennilegan stein(óska-
stein) er Sveinn Sveinsson frá Skála fann á fjöru,
tók í lófa sér og sagSi: „Nei, hérna finn eg óska-
stein. Nú skal eg óska. Eg vildi aS pabbi (sem þá
var á sjó) fengi 40 lúSur í dag. Eg vildi aS pabbi
fengi 40 lambær i vor. Eg vildi aS eg yrSi heldur
veitandi en þiggjandi, meSan eg lifi.“ Svo lét hann
steininn í vetlingsþumal sinn og batt fyrir ofan, en
er hann kom heim var steinninn horfinn, en bandiS
kyrt. Óskirnar ])óttu rætast, aS sagt var.1)
1) Þótt sagnir þessar séu hégómi, hef eg ekki vilja'S
fella þær hurtu, þvi að þær lýsa vel trú gamla fólksins a
slíkum hlutum. (H. Þ.)