Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 265
259
Frá Halldóri Bjömssyni í Hólshúsum.
[Eptir sama hdr.].
Þegar Halldór bóndi Björnsson, faöir þeirra
bræöra Björns prófasts í Garði1) og Árna prests
á Tjörn, var að alast upp, komu harðindi mikil
með manndauða.2) Var Halldór þá 15 eða 16 vetra,
og varð, sem margir aðrir, að bjarga lífi sínu á
vergangi. Þegar hann var skammt kominn, hitti
hann pilt, sem var að flakka, nær því jafnaldra
sinn. Piltur þessi var, eins og Halldór, af góðu
fólki kominn, gáfaður og hið snotrasta mannsefni,
en haföi lengur á flakki verið en Halldór, og þyngra
liðið. Lögðu nú piltar þessir lag saman, og fylgd-
ust sem bræður, og fór svo nokkra daga, að ekki
bar til tíðinda annað en þeir fengu litinn og létt-
an beina, þar þeir komu. Eitt kveld hittu þeir
bóndabæ nokkurn, hvar þeir beiddust gistingar, og
fengu fúslega, og var því ei vant. Konan á bæn-
um var valkvendi, viknaði hún við að sjá svo
fallega drengi jafnbágstadda, og gerði þeim af
fátækt sinni svo notalegan greiða, sem hún mátti
og léði þeim líka hreinlegt rúm, að hvíla í. Þegar
þeir voru háttaðir, kom hún til þeirra og frétti
að um kyn og ferðir þeirra. Þeir sögðu af hið
sanna, og fannst henni mikið um. Seinast fór hún
að skoða þá og þreifa um lífið á þeim. Skoðar
hún Halldór fyrst, og segir, að honum sé enn líf-
vænt, gæti hann bráðum fengið björg, en þá hún
skoðaði hinn piltinn, þegir hún og skilur svo við
þá. Þá hún var burtu gengin, fóru þeir að þreifa
um sig sjálfir, 0g hver að taka á öðrum. Sagði
Halldór svo frá, að á drengnum hefði verið sem
1) Hann var langafi Þórhalls biskups.
2) Það hefur verið i harðindunum 1752—1757. (H. Þ.)
17*