Blanda - 01.01.1924, Page 266
2ÓO
þverhnípt hapt undir bringubrjóskinu, en maginn
fyrir neSan sem hart hnoSa, en á sér heföi aS eins
mótaS fyrir haptinu, en maginn veriS mjúkur og'
jafn. Skömnui síSar létti af harSindunum, og skildu
þeir þá samfylgdina, og fengu báSir dvöl, en rétt
á eptir frétti Halldór lát félaga síns, og þótti hon-
um þaS hinn mesti skaSi. Halldór dafnaSi og varS
sæmdarbóndi í EyjafirSi, og aS gáfum afbragö, og
er þaö því til marks, aS séra Jón, faöir séra Jóns
í MöSrufelli, sem hlut átti aS því aö koma Birni
syni Halldórs í Hólaskóla — því Björn þótti hon-
um, eins og raun síöan gaf vitni, afbragös efni-
legur til lærdóms, — sagöi þó, aS ekki væri Björn
eins vel gáfaöur sem Halldór faSir hans. í móöu-
haröindunum (1784—1785) bjó Halldór í Hólshús-
um í Eyjafiröi.
Úr móðuharðindunum.
[Eptir sama hdr.].
ManndauSaárið eptir móöuharSindin höföu hrepp-
stjórarnir í Eyjafiröi á kirkjufundum beSiS bændur
aS lofa aumingjunum aö deyja inni í húsum sínum,
þó þeir gætu ekki nært þá á neinu, því aS þetta
væri þó betra en aS þtir dæju út af á víSavangi,
eins og þar var þá títt orSiS. Má af slíku marka,
hvílík neyS þá hafi gengiö yfir NorSurland. FlúSi
þá og margur þaSan til VestfjarSa, en fjöldi dó
á leiöinni, þótt margir kæmust af. Mælt er, aö þá
hafi fjöldi þvílíks flökkulýSs komizt til Bolungar-
víkur viö ísafjaröardjúp; þaS er verstöS ísfiröinga.
Vel fiskaöist um voriS og spöröu ísfiröingar ekki
sjófang sitt við aumingja þessa, fengu sér stóra
potta og suðu daglega í þeim af afla sínum, en
ösin varð svo mikil, að formenn uröu sjálfir aö